Mennskir blaðamenn löguðu til eftir gervigreindina sem kemur í staðinn fyrir þá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 11:09 Upprunalega fréttin á vef MSN birtist með mynd af Leigh-Anne Pinnock, en ekki Jade Thirlwall, sem sjá má hér. Vísir/Getty Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar það valdi ranga mynd af hljómsveitarmeðlimi hljómsveitarinnar Little Mix í frétt um hugleiðingar söngkonu sveitarinnar um kynþáttafordóma. Microsoft hefur haft her fréttamanna að störfum við að velja fréttir frá öðrum fjölmiðlum sem birtast á forsíðu MSN.com. Fréttamennirnir hafa séð um að velja hvaða fréttir birtast á forsíðunni. Sjá þeir um um að velja myndir, setja greinarnar upp og birta í búningi MSN. Microsoft deilir svo tekjunum sem fást vegna birtingarinnar á MSN með fréttamiðlunum sem upphaflega birtu fréttirnar sem valdar eru. Fyrir stuttu voru hins vegar áætlanir Microsoft um að segja fréttamönnunum upp sem sinnt hafa þessari þjónustu og nota þess í stað gervigreindarforrir kynntar. Microsoft virðist þegar vera byrjað að nýta sér þjónustu gervigreindarinnar ef marka má frétt Guardian. Blaðið hefur nefnilega heimildir fyrir því að það hafi verið gervigreindin sem varð til þess að MSN endurbirti frétt með hugleiðingum Jade Thirlwall, söngkonu Little Mix, um kynþáttafordóma. Forritið virðist hins vegar hafa valið mynd af Leigh-Anne Pinnock, sem er með Thirlwall í hljómsveitinni Little Mix með fréttinni, en ekki mynd af Thirlwall. Thirlwall og Pinnock voru ekki sáttar ef marka má Twitter-færslu þeirra um málið. Sagði Thirwall að þær stöllur lendi oft í þessum ruglingi og hún sé afar móðguð yfir því að MSN hafi ekki tekist að þekkja í sundur þá tvo hljómsveitarmeðlimi af fjórum sem séu ekki hvítir. It's really disrespectful. Is it so hard to remember 2 out of 4 members of the group ? I don't think so...We are worth more. If you want us to respect you, do the same. https://t.co/K91mUuCQKf— jade amelia thirlwall (@iamjadeamelia) June 6, 2020 Samkvæmt heimildum Guardian var það gervigreindarforritið sem gerði þessi mistök. Aðspurður um hvort til stæði að endurskoða ákvörðun um að segja upp mennskum fréttamönnum á kostnað gervigreindarinnar svaraði talsmaður fyrirtækisins því eingöngu að búið væri að setja rétta mynd við fréttina. Í frétt Guardian segir einnig að þeim fréttamönnum sem enn eru í starfi hjá Microsoft hafi verið sagt að ganga úr skugga um að frétt Guardian um málið, sem þessi frétt er byggð á, myndi ekki birtast á vef MSN, ef til þess kæmi að gervigreindin teldi þá frétt vera þess virði að endurbirta á MSN, þar sem Microsoft hafi í raun ekki stjórn á því hvaða efni hún velur til birtingar. Þá segir einnig að hinum mennsku fréttamönnum hafi einnig verið gert að eyða fréttum um gagnrýni á Microsoft vegna málsins, sem gervigreindin hafði valið á forsíðu MSN. Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tækni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar það valdi ranga mynd af hljómsveitarmeðlimi hljómsveitarinnar Little Mix í frétt um hugleiðingar söngkonu sveitarinnar um kynþáttafordóma. Microsoft hefur haft her fréttamanna að störfum við að velja fréttir frá öðrum fjölmiðlum sem birtast á forsíðu MSN.com. Fréttamennirnir hafa séð um að velja hvaða fréttir birtast á forsíðunni. Sjá þeir um um að velja myndir, setja greinarnar upp og birta í búningi MSN. Microsoft deilir svo tekjunum sem fást vegna birtingarinnar á MSN með fréttamiðlunum sem upphaflega birtu fréttirnar sem valdar eru. Fyrir stuttu voru hins vegar áætlanir Microsoft um að segja fréttamönnunum upp sem sinnt hafa þessari þjónustu og nota þess í stað gervigreindarforrir kynntar. Microsoft virðist þegar vera byrjað að nýta sér þjónustu gervigreindarinnar ef marka má frétt Guardian. Blaðið hefur nefnilega heimildir fyrir því að það hafi verið gervigreindin sem varð til þess að MSN endurbirti frétt með hugleiðingum Jade Thirlwall, söngkonu Little Mix, um kynþáttafordóma. Forritið virðist hins vegar hafa valið mynd af Leigh-Anne Pinnock, sem er með Thirlwall í hljómsveitinni Little Mix með fréttinni, en ekki mynd af Thirlwall. Thirlwall og Pinnock voru ekki sáttar ef marka má Twitter-færslu þeirra um málið. Sagði Thirwall að þær stöllur lendi oft í þessum ruglingi og hún sé afar móðguð yfir því að MSN hafi ekki tekist að þekkja í sundur þá tvo hljómsveitarmeðlimi af fjórum sem séu ekki hvítir. It's really disrespectful. Is it so hard to remember 2 out of 4 members of the group ? I don't think so...We are worth more. If you want us to respect you, do the same. https://t.co/K91mUuCQKf— jade amelia thirlwall (@iamjadeamelia) June 6, 2020 Samkvæmt heimildum Guardian var það gervigreindarforritið sem gerði þessi mistök. Aðspurður um hvort til stæði að endurskoða ákvörðun um að segja upp mennskum fréttamönnum á kostnað gervigreindarinnar svaraði talsmaður fyrirtækisins því eingöngu að búið væri að setja rétta mynd við fréttina. Í frétt Guardian segir einnig að þeim fréttamönnum sem enn eru í starfi hjá Microsoft hafi verið sagt að ganga úr skugga um að frétt Guardian um málið, sem þessi frétt er byggð á, myndi ekki birtast á vef MSN, ef til þess kæmi að gervigreindin teldi þá frétt vera þess virði að endurbirta á MSN, þar sem Microsoft hafi í raun ekki stjórn á því hvaða efni hún velur til birtingar. Þá segir einnig að hinum mennsku fréttamönnum hafi einnig verið gert að eyða fréttum um gagnrýni á Microsoft vegna málsins, sem gervigreindin hafði valið á forsíðu MSN.
Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tækni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira