Formúla 1 fær grænt ljós í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 13:45 Lewis Hamilton er eflaust mjög spenntur að keppa á heimavelli í ágúst. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa gefið Formúlu 1 kappakstrinum grænt ljós á að keppa á hinni fornfrægu Silverstone-braut í Englandi í sumar. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Formúla 1 fengið leyfi fyrir tveimur keppnum á Silverstone-brautinni. Þá þurfa ökumenn og starfslið liðanna ekki að fara í tveggja vikna einangrun við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld eru að reyna koma íþróttalífi landsins í eðlilegt horf en enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst aftur þann á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þá fer enska B-deildin aftur af stað þremur dögum síðar eða þann 20. júní. Formula 1 has been given the go-ahead by the UK government to hold two races at Silverstone this summer.Full story https://t.co/lrwXgzMmPV #bbcf1 #F1 pic.twitter.com/EhIQrtKiLc— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2020 Formúla 1 stefnir að því að hefja tímabilið fyrstu vikuna í júlí en fyrstu tíu keppnum ársins var öllum frestað vegna kórónufaraldursins. Tvær keppnir munu fara fram í Austurríki áður en haldið verður til Ungverjalands. Líkt og í öðrum íþróttaviðburðum verður leikið fyrir luktum dyrum og verða fjöldatakmarkanir á fjölda starfsmanna. Stefnt er að því að keppa á Silverstone-brautinni snemma í ágúst áður en haldið verður til Spánar, Belgíu og Ítalíu. Íþróttir Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa gefið Formúlu 1 kappakstrinum grænt ljós á að keppa á hinni fornfrægu Silverstone-braut í Englandi í sumar. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Formúla 1 fengið leyfi fyrir tveimur keppnum á Silverstone-brautinni. Þá þurfa ökumenn og starfslið liðanna ekki að fara í tveggja vikna einangrun við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld eru að reyna koma íþróttalífi landsins í eðlilegt horf en enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst aftur þann á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þá fer enska B-deildin aftur af stað þremur dögum síðar eða þann 20. júní. Formula 1 has been given the go-ahead by the UK government to hold two races at Silverstone this summer.Full story https://t.co/lrwXgzMmPV #bbcf1 #F1 pic.twitter.com/EhIQrtKiLc— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2020 Formúla 1 stefnir að því að hefja tímabilið fyrstu vikuna í júlí en fyrstu tíu keppnum ársins var öllum frestað vegna kórónufaraldursins. Tvær keppnir munu fara fram í Austurríki áður en haldið verður til Ungverjalands. Líkt og í öðrum íþróttaviðburðum verður leikið fyrir luktum dyrum og verða fjöldatakmarkanir á fjölda starfsmanna. Stefnt er að því að keppa á Silverstone-brautinni snemma í ágúst áður en haldið verður til Spánar, Belgíu og Ítalíu.
Íþróttir Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira