Nýtti dvölina í Namibíu til að ferðast: „Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 18:31 Arngrímur var handtekinn í Namibíu í nóvember á síðasta ári. NAMIBIAN BROADCASTING CORPORATION Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan. Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan.
Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira