Ívar Gestsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Birtingahússins.
Í tilkynningu segir að Ívar hafi útskrifast með BS-próf í viðskiptafræði og MS-gráðu í viðskiptafræði og fjármálum frá Háskóla Íslands.
„Ívar hefur undanfarin ár gegnt starfi birtingastjóra og unnið við birtinga- og markaðsráðgjöf fyrir mörg af þekktustu og verðmætustu vörumerkjum landsins, bæði innlend og erlend. Þeirra á meðal Volkswagen, H&M, ELKO, TM og Saffran,“ segir í tilkynningunni.