Bölvun auðlindanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:30 Samherjahjón ákveða að greiða börnum sínum arf, fyrirfram. Sagt er að verðmætið sé um 70 milljarðar króna. Það er há upphæð sem foreldrar ákveða að færa börnum sínum. Auður sem hefur orðið til vegna þess að eigendur Samherja hafa haft aðgang að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Auðlindarentan af fiskveiðiauðlindinni hefur runnið nær óskipt í vasa úrgerðarmanna á Íslandi. Renta sem ætti að renna í ríkissjóð og sveitarsjóði og þaðan til allra barna og velferðarkerfisins, rennur í vasa útgerðarmanna og þaðan beint til barna þeirra. Þegar börnunum áttaþúsund sem búa á íslenskum heimilum sem þurfa að framfleyta sér undir fátæktarmörkum er stillt upp við hliðina á börnum Samherja með arfinn sinn, verður ójöfnuðurinn átakanlegur. „Bölvun auðlindanna“ er þekkt hugtak í hagfræði. Spilling er böl sem getur oft verið fylgifiskur skjótfengins gróða sem miklar náttúruauðlindir geta skapað. Ísland býr yfir ríkulegum sjávarauðlindum og þessi bölvun vofir yfir okkur líkt og Namibíu. Gallað kerfi Það er skömm af því að auðlindarákvæði sé ekki komið í stjórnarskrá eftir afgerandi stuðning við það í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs fyrir næstum átta árum. Það hlýtur því að vera viðfangsefni okkar stjórnmálamanna að sjá til þess að kerfið sem við setjum um nýtingu auðlinda, bæði um úthlutun nýtingaleyfa sem og verðlagningu þeirra, verði sem gagnsæjast og byggi á jafnræði. Við í Samfylkingunni höfum í nær tvo áratugi, eða allt frá stofnun flokksins, lagt fram tillögur um sanngjarnara og gegnsærra kerfi. Heppilegasta leiðin til að ákvarða gjald fyrir sérleyfi til nýtingar á takmarkaðri auðlind er að bjóða út sérleyfin í viðráðanlegum skrefum og útfæra tilboðsleiða með því að setja reglur sem taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Við höfum einnig lagt til að aukinn ávinningur gangi til sveitarfélaganna í landinu sem við teljum að stuðli að sátt um tímabærar breytingar. Það er hægt að laga gallað kerfi. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Samherjahjón ákveða að greiða börnum sínum arf, fyrirfram. Sagt er að verðmætið sé um 70 milljarðar króna. Það er há upphæð sem foreldrar ákveða að færa börnum sínum. Auður sem hefur orðið til vegna þess að eigendur Samherja hafa haft aðgang að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Auðlindarentan af fiskveiðiauðlindinni hefur runnið nær óskipt í vasa úrgerðarmanna á Íslandi. Renta sem ætti að renna í ríkissjóð og sveitarsjóði og þaðan til allra barna og velferðarkerfisins, rennur í vasa útgerðarmanna og þaðan beint til barna þeirra. Þegar börnunum áttaþúsund sem búa á íslenskum heimilum sem þurfa að framfleyta sér undir fátæktarmörkum er stillt upp við hliðina á börnum Samherja með arfinn sinn, verður ójöfnuðurinn átakanlegur. „Bölvun auðlindanna“ er þekkt hugtak í hagfræði. Spilling er böl sem getur oft verið fylgifiskur skjótfengins gróða sem miklar náttúruauðlindir geta skapað. Ísland býr yfir ríkulegum sjávarauðlindum og þessi bölvun vofir yfir okkur líkt og Namibíu. Gallað kerfi Það er skömm af því að auðlindarákvæði sé ekki komið í stjórnarskrá eftir afgerandi stuðning við það í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs fyrir næstum átta árum. Það hlýtur því að vera viðfangsefni okkar stjórnmálamanna að sjá til þess að kerfið sem við setjum um nýtingu auðlinda, bæði um úthlutun nýtingaleyfa sem og verðlagningu þeirra, verði sem gagnsæjast og byggi á jafnræði. Við í Samfylkingunni höfum í nær tvo áratugi, eða allt frá stofnun flokksins, lagt fram tillögur um sanngjarnara og gegnsærra kerfi. Heppilegasta leiðin til að ákvarða gjald fyrir sérleyfi til nýtingar á takmarkaðri auðlind er að bjóða út sérleyfin í viðráðanlegum skrefum og útfæra tilboðsleiða með því að setja reglur sem taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Við höfum einnig lagt til að aukinn ávinningur gangi til sveitarfélaganna í landinu sem við teljum að stuðli að sátt um tímabærar breytingar. Það er hægt að laga gallað kerfi. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun