Heilsulaus í boði Reykjavíkurborgar Jónína Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rómur Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar