Að borga próf, eða borga ekki próf Heimir Hannesson skrifar 26. maí 2020 11:00 Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar