Fótbolti

Forráðamenn Man. United stefna Football Manager

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ed Woodward hefur ekki átt sjö daganna sæla í sæti sínu sem stjórnarformaður United að undanförnu. Margir stuðningsmenn eru ósáttir með hann og sumir meira en aðrir.
Ed Woodward hefur ekki átt sjö daganna sæla í sæti sínu sem stjórnarformaður United að undanförnu. Margir stuðningsmenn eru ósáttir með hann og sumir meira en aðrir. vísir/getty

Manchester United hefur ákveðið að stefna forráðamönnum Football Manager fyrir að nota merki félagsins í miklu mæli án tiltekis leyfis í tölvuleiknum fræga sem margar milljónir manna um allan heim spila.

Enski risinn hefur ákveðið að stefna tölvuleikjaframleiðandanum Sega Publishing and Sports Interactive, sem framleiðir og gefur út Football Manager leikina, en United vill meina að þeir hafi notað nafn félagsins ólöglega í markaðstilgangi.

Þeir segja einnig að þeir hafi brotið gegn United með því að nota ekki alvöru merki Man. United heldur merki félagsins út fyrir röndótt rautt og hvítt merki.

Sega og SI hefur svarað ásökunum og sagt að þetta hafi verið notað svona í öllum leikjum framleiðands frá árinu 1992 án nokkurra ásakana. Málið er nú fyrir dómstólum en ekki er vitað hvenær úrskurður er væntanlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×