Enski boltinn

Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ó­trú­legur í dag“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lisandro Martínez smellir kossi á kollinn á Bryan Mbeumo.
Lisandro Martínez smellir kossi á kollinn á Bryan Mbeumo. getty/Ash Donelon

Bryan Mbeumo, sem kom Manchester United á bragðið í 2-0 sigrinum á Manchester City, var að vonum hæstánægður eftir leikinn á Old Trafford. Hann segir margt hafa breyst hjá United síðan hann fór í Afríkukeppnina í skömmu fyrir jól.

„Að skora fyrir framan þessa stúku er ótrúlegt, sérstaklega í grannaslag og eins og Licha [Lisandro Martínez] sagði nýttum við kraftinn í stuðningsmönnunum í dag. Old Trafford var ótrúlegur í dag,“ sagði Mbeumo í leikslok.

Klippa: Viðtal við Bryan Mbeumo

Hann lék í dag sinn fyrsta leik fyrir United síðan 15. desember en hann lék með Kamerún í Afríkukeppninni í Marokkó. 

Ýmislegt hefur gengið á hjá United síðustu vikur og þar ber hæst brottrekstur Rubens Amorim. Darren Fletcher stýrði United í tveimur leikjum áður en Michael Carrick var ráðinn þjálfari liðsins út tímabilið.

„Þegar ég kom aftur hafði margt breyst. Mér finnst við vera með mjög góðan hóp og við stöndum alltaf saman. Við erum frábær heild svo þetta er ótrúlegt,“ sagði Mbeumo sem er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með átta mörk í öllum keppnum.

Næsti leikur United er gegn Arsenal um næstu helgi.

Viðtalið við Mbeumo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Draumabyrjun hjá Carrick

Michael Carrick fékk sannkallaða draumabyrjun sem þjálfari Manchester United en liðið lagði Manchester City að velli, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bryan Mbeumo og Patrick Dorgu skoruðu mörkin í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×