Að velja það besta Þórir Garðarsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar