Athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson og Margrét Magnúsdóttir lögfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Mbl.is greinir frá en þar segir að Fjölnir hafi greint frá tíðindunum á Facebook í gær. Stöðufærslan virðist aftur á móti vera horfinn en ennþá er hægt að sjá hamingjuóskum rigna yfir parið.
Fjölnir og Margrét hafa verið í sambandi frá því árið 2017.
„Fallega, góða og besta í heimi er komin 16 vikur á leið,“ skrifaði Fjölnir á Facebook.