Vopn skila arði í stríði með landvinningum Einar G Harðarson skrifar 21. maí 2020 15:00 Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar