Hökkum krísuna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 20. maí 2020 12:00 Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar