Fótbolti

Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agla María kemur inn í byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu.
Agla María kemur inn í byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu. vísir/bára

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir síðasta leik Íslands á Pinatar-mótinu á Spáni. Ísland mætir Úkraínu klukkan 14:00.

Jón Þór gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotlandi á laugardaginn. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur.

Vörnin er sú sama og gegn Skotlandi. Hana mynda Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Hallbera Gísladóttir.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og fyrirliðinn Sara Björk eru á miðjunni og fyrir framan þær er Dagný Brynjarsdóttir. Agla María er á hægri kantinum, Fanndís á þeim vinstri og Elín Metta Jensen í fremstu víglínu.

Ísland vann Norður-Írland í fyrsta leik sínum á Pinatar-mótinu, 1-0, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Á laugardaginn tapaði Ísland svo fyrir Skotlandi eins og áður sagði.

Úkraína tapaði 3-0 fyrir Skotlandi en vann Norður-Írland með fjórum mörkum gegn engu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×