Frjálshyggjustefna í útlendingamálum Hans Margrétarson Hansen skrifar 9. mars 2020 11:00 Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. Ég var bara 15 ára þá og ekki með alveg fullmótaðar skoðanir um stjórnmál, en á næstu árum sannfærðist ég um algildi einstaklingsfrelsis og ágæti kapítalismans. Ég las Ayn Rand og vonaði að Ron Paul myndi bjarga heiminum. Svo óx ég upp úr þessu. Ég fékk láglaunavinnu á leikskóla og gekk svo í háskóla þar sem ég var heilaþveginn af menningarmarxistum og þriðju bylgju femínistum. Þetta gerði mig að soja-latte-lepjandi vegan sósílistanum sem ég er í dag. En minn innri frjálshyggjumaður er samt ekki alveg horfinn. Hann er dálítið vanræktur þessa dagana; hann fær ekki oft að líta dagsins ljós og þá sjaldan sem ég hleypi honum út þá þarf hann samt að haga sér. En hann er þarna og þegar heyrist í honum, þá heyrist hátt. Ég er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að frelsi einstaklingsins sé ómetanlega dýrmætt og ég hata alla forræðishyggju og ríkisinngrip í líf fólks. Svo lengi sem það skaðar engan annan, þá ætti fólk að fá að gera hvað sem það vill, hvenær sem það vill, hvar sem það vill. Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur sannfærður um að það séu brot á þessu dýrmæta frelsi að láta ríkt fólk borga skatta og að vera með öflugt ríkisrekið velferðarkerfi. Þessi eftirköst minnar fyrrum frjálshyggju gera það að verkum að ég er stundum á öndverðum meiði við suma aðra íslenska vinstrimenn. Mér finnst til dæmis tilhugsunin um áfengi í matvöruverslanir bara svona ágæt og ég er alfarið á móti sykurskatti (enda bitnar hann mest á þeim tekjulægstu). En ég á samt litla samleið með íslenskum hægrimönnum, meintum málsvörum frjálshyggjunnar og frelsi einstaklingsins. Íslenskir hægrimenn eiga það til að vera með furðulega forgangsröðun í baráttu sinni fyrir frelsinu. Það er þeim mikið kappsmál að sjá til þess að við getum keypt og selt áfengi hvar og hvenær sem er, en þegar það kemur að mikilvægara frelsi; grunnréttindum einstaklingsins, þá er tilhneigingin frekar að sitja á hliðarlínunni eða jafnvel að vinna beint gegn þeim. Það er nefnilega ekki allt frelsi einstaklingsins jafn mikilvægt. Ég vil alveg líka að menn geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudagskvöldum, en það er ekki þar sem einstaklingsfrelsi byrjar og endar. Mun mikilvægara er frelsi einstaklingsins til þess að segja það sem honum sýnist, trúa eins og honum sýnist, elska eins og honum sýnist, og búa þar sem honum sýnist. Þetta síðasta atriði virðist flækjast mikið fyrir mörgum hægrimönnum. Hindranir á frelsi fólks til að ferðast, flytja og setjast að á þeim stað sem það kýs sjálft er líklegast alvarlegasta og algengasta frelsisskerðing sem á sér stað á vesturlöndum í dag. Þetta er alvarleg frelsisskerðing sem takmarkar getu fólks til þess að lifa betra lífi og í verstu tilfellum kostar fólk lífið. Fólk eins og ég, hvítir íslendingar, finnur mjög lítið fyrir þessu vegna þess að þegar kemur að ferðafrelsi, þá er mismunað á grundvelli þjóðernis. Fólk frá Afríku og Asíu hefur minna ferðafrelsi heldur en fólk frá Evrópu. Þetta er mismunun og þessi mismunun er siðferðislega röng. Fyrir stuttu stóð til að vísa trans unglingi frá Íran úr landi. Eftir mikil mótmæli var þeirri brottvísun blessunarlega frestað. Nú stendur til að senda fjögur börn á flótta til Grikklands, þrátt fyrir aðstæður þar í landi, þrátt fyrir stefnu yfirvalda að senda börn á flótta ekki til Grikklands á grundvelli Dyflinarreglunnar og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Rauða krossins um að það sé ekki öruggt að senda börn á flótta til Grikklands. Á undan þessum málum hafa verið óteljandi sambærileg mál og fleiri svipuð mál munu dúkka upp í framtíðinni. Þar að auki eru mál af þessu tagi mun fleiri heldur en almenningur fær að frétta af. Þessu verður að linna. Þessu verður að linna, einfaldlega vegna þess að Ísland ætti að vera frjálst samfélag og í frjálsu samfélagi skiptir ríkið sér ekki af því hvar fólk kýs að búa. Í frjálsu samfélagi er fólk ekki nauðugt sent úr landi fyrir þær einu sakir að hafa fæðst í vitlausu ríki. Martin Luther King sagði einu sinni að ógn við réttlæti einhvers staðar væri ógn við réttlæti alls staðar. Að sama skapi getum við sagt að ógn við frelsi eins sé ógn við frelsi allra og að á meðan fólk sem komið hefur hingað frá öðrum heimshornum, hvort sem við köllum þau innflytjendur, flóttamenn eða hælisleitendur, býr ekki við sama frelsi og við hin, þá er ekkert okkar raunverulega frjálst. Það er kominn tími til þess að stöðva brottvísanirnar og leggja niður Mekku forræðishyggjunnar, Útlendingastonfun. Það er kominn tími til að taka upp frjálshyggjustefnu í útlendingamálum, svo að einn daginn getum við vonandi setið öll við sama borð, óháð trú, litarhætti eða þjóðerni, á fallegu sunnudagskvöldi og drukkið saman hvítvín með humrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. Ég var bara 15 ára þá og ekki með alveg fullmótaðar skoðanir um stjórnmál, en á næstu árum sannfærðist ég um algildi einstaklingsfrelsis og ágæti kapítalismans. Ég las Ayn Rand og vonaði að Ron Paul myndi bjarga heiminum. Svo óx ég upp úr þessu. Ég fékk láglaunavinnu á leikskóla og gekk svo í háskóla þar sem ég var heilaþveginn af menningarmarxistum og þriðju bylgju femínistum. Þetta gerði mig að soja-latte-lepjandi vegan sósílistanum sem ég er í dag. En minn innri frjálshyggjumaður er samt ekki alveg horfinn. Hann er dálítið vanræktur þessa dagana; hann fær ekki oft að líta dagsins ljós og þá sjaldan sem ég hleypi honum út þá þarf hann samt að haga sér. En hann er þarna og þegar heyrist í honum, þá heyrist hátt. Ég er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að frelsi einstaklingsins sé ómetanlega dýrmætt og ég hata alla forræðishyggju og ríkisinngrip í líf fólks. Svo lengi sem það skaðar engan annan, þá ætti fólk að fá að gera hvað sem það vill, hvenær sem það vill, hvar sem það vill. Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur sannfærður um að það séu brot á þessu dýrmæta frelsi að láta ríkt fólk borga skatta og að vera með öflugt ríkisrekið velferðarkerfi. Þessi eftirköst minnar fyrrum frjálshyggju gera það að verkum að ég er stundum á öndverðum meiði við suma aðra íslenska vinstrimenn. Mér finnst til dæmis tilhugsunin um áfengi í matvöruverslanir bara svona ágæt og ég er alfarið á móti sykurskatti (enda bitnar hann mest á þeim tekjulægstu). En ég á samt litla samleið með íslenskum hægrimönnum, meintum málsvörum frjálshyggjunnar og frelsi einstaklingsins. Íslenskir hægrimenn eiga það til að vera með furðulega forgangsröðun í baráttu sinni fyrir frelsinu. Það er þeim mikið kappsmál að sjá til þess að við getum keypt og selt áfengi hvar og hvenær sem er, en þegar það kemur að mikilvægara frelsi; grunnréttindum einstaklingsins, þá er tilhneigingin frekar að sitja á hliðarlínunni eða jafnvel að vinna beint gegn þeim. Það er nefnilega ekki allt frelsi einstaklingsins jafn mikilvægt. Ég vil alveg líka að menn geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudagskvöldum, en það er ekki þar sem einstaklingsfrelsi byrjar og endar. Mun mikilvægara er frelsi einstaklingsins til þess að segja það sem honum sýnist, trúa eins og honum sýnist, elska eins og honum sýnist, og búa þar sem honum sýnist. Þetta síðasta atriði virðist flækjast mikið fyrir mörgum hægrimönnum. Hindranir á frelsi fólks til að ferðast, flytja og setjast að á þeim stað sem það kýs sjálft er líklegast alvarlegasta og algengasta frelsisskerðing sem á sér stað á vesturlöndum í dag. Þetta er alvarleg frelsisskerðing sem takmarkar getu fólks til þess að lifa betra lífi og í verstu tilfellum kostar fólk lífið. Fólk eins og ég, hvítir íslendingar, finnur mjög lítið fyrir þessu vegna þess að þegar kemur að ferðafrelsi, þá er mismunað á grundvelli þjóðernis. Fólk frá Afríku og Asíu hefur minna ferðafrelsi heldur en fólk frá Evrópu. Þetta er mismunun og þessi mismunun er siðferðislega röng. Fyrir stuttu stóð til að vísa trans unglingi frá Íran úr landi. Eftir mikil mótmæli var þeirri brottvísun blessunarlega frestað. Nú stendur til að senda fjögur börn á flótta til Grikklands, þrátt fyrir aðstæður þar í landi, þrátt fyrir stefnu yfirvalda að senda börn á flótta ekki til Grikklands á grundvelli Dyflinarreglunnar og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Rauða krossins um að það sé ekki öruggt að senda börn á flótta til Grikklands. Á undan þessum málum hafa verið óteljandi sambærileg mál og fleiri svipuð mál munu dúkka upp í framtíðinni. Þar að auki eru mál af þessu tagi mun fleiri heldur en almenningur fær að frétta af. Þessu verður að linna. Þessu verður að linna, einfaldlega vegna þess að Ísland ætti að vera frjálst samfélag og í frjálsu samfélagi skiptir ríkið sér ekki af því hvar fólk kýs að búa. Í frjálsu samfélagi er fólk ekki nauðugt sent úr landi fyrir þær einu sakir að hafa fæðst í vitlausu ríki. Martin Luther King sagði einu sinni að ógn við réttlæti einhvers staðar væri ógn við réttlæti alls staðar. Að sama skapi getum við sagt að ógn við frelsi eins sé ógn við frelsi allra og að á meðan fólk sem komið hefur hingað frá öðrum heimshornum, hvort sem við köllum þau innflytjendur, flóttamenn eða hælisleitendur, býr ekki við sama frelsi og við hin, þá er ekkert okkar raunverulega frjálst. Það er kominn tími til þess að stöðva brottvísanirnar og leggja niður Mekku forræðishyggjunnar, Útlendingastonfun. Það er kominn tími til að taka upp frjálshyggjustefnu í útlendingamálum, svo að einn daginn getum við vonandi setið öll við sama borð, óháð trú, litarhætti eða þjóðerni, á fallegu sunnudagskvöldi og drukkið saman hvítvín með humrinum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun