Lýðræði í sóttkví Stefanía Reynisdóttir skrifar 15. apríl 2020 14:45 Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun