Ég verð að muna… Stella Samúelsdóttir skrifar 15. maí 2020 07:31 …að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Stella Samúelsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
…að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun