Af ofbeldi og samtakamætti á tímum kórónaveirunnar Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 14. apríl 2020 13:00 Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar