Af ofbeldi og samtakamætti á tímum kórónaveirunnar Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 14. apríl 2020 13:00 Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun