Áfengi - ekki við hæfi barna Páll Jakob Líndal skrifar 9. apríl 2020 19:54 Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar