Bubbi, sagan og fyrrverandi Rannveig Borg skrifar 12. maí 2020 17:00 Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Rannveig Borg Sigurðardóttir Tengdar fréttir Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00 Stóra Bubbamálið krufið Bítið er á sínum stað á þessum bjarta föstudagsmorgni. 8. maí 2020 06:51 Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms
Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00
Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun