Umboðsmaður skuldara vinnur ekki fyrir skuldara Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 4. mars 2020 09:00 Það hlýtur að skipta okkur öll máli að því fé sem veitt er úr opinberum sjóðum sé vel varið og að það nýtist þeim sem það á að hjálpa. En því miður er það ekki alltaf svo. Stundum snúast þannig stofnanir í andhverfu sína og það á því miður við um embætti Umboðsmanns skuldara. Reglu- og lagaverkinu sem stjórnmálamenn settu í kringum embættið er að einhverju leiti um að kenna en ekki þó eingöngu, því Ásta S. Helgadóttir, sem gengt hefur embættinu frá stofnun, hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á það. Í grein sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum gagnrýndi ég að embætti UMS hefði fengið yfir 5000 milljónir frá skattgreiðendum frá stofnun, eða að meðaltali 555 milljónir á ári og færði rök fyrir því að þessu fé væri ekki vel varið. Það er nógu slæmt að minna en helmingur þeirra sem sækir um aðstoð UMS stenst kröfurnar sem þarf að uppfylla til að fá aðstoð, en verra þó að í raun er ekki um aðstoð við skuldarann að ræða, heldur aðstoð við fjármálafyrirtækin við að ná því úr skuldaranum sem þau vilja. Þar ber Umboðsmaður skuldara, Ástu S. Helgadóttur sína sök ásamt þeim sömdu reglurnar og lögin fyrir þetta embætti. Í raun má segja að með embættinu hafi verið vaktar falsvonir hjá skuldurum um að á þá yrði hlustað og fundnar fyrir þá lausnir, á meðan hlutverk þess var hreinlega að lengja í snörunni án þess að leysa fólk úr henni. Lög og reglur fyrir fjármálafyrirtækin Á vef embættisins er hlutverk UMS skilgreint á þennan hátt: Hvernig fer ráðgjöf fram? Ráðgjafi aðstoðar umsækjendur að þeirra ósk og með þeirra leyfi. Ráðgjafi gerir greiðsluerfiðleikamat sem sýnir tekjur og framfærslukostnað, eignir og skuldir ásamt greiðslugetu. Ráðgjafi leggur til úrlausnir og tillögur byggðar á greiðsluerfiðleikamatinu. Ef frjálsir samningar við kröfuhafa eru mögulegir þá getur ráðgjafi haft milligöngu um slíka samninga, að höfðu samráði við umsækjendur. Ef frjálsir samningar eru ekki mögulegir eru aðrar leiðir kannaðar sem gætu gagnast við lausn á vanda. Ráðgjöf umboðsmanns skuldara felur ekki í sér: Lögfræðilega ráðgjöf. Aðstoð við að sækja um lán. Leiðbeiningar um hvar skuli sækja um endurfjármögnun og með hvaða kjörum. Samninga um algjöra eftirgjöf á kröfum. Könnun á gildi ábyrgðarskuldbindinga. Aðstoð við að telja fram til skatts. Lánveitingu til greiðslu skulda. Samkvæmt þessu felst ráðgjöf UMS einkum í því að finna út hve mikið skuldari getur borgað bönkunum á hverjum mánuði, og búa til greiðsluáætlun fyrir hann sem bankinn getur sætt sig við og samþykkt. Þannig má kannski líkja hlutverki UMS við hlutverk skiptastjóra. Þegar bú eru tekin til gjaldþrotaskipta er skipaður skiptastjóri sem á að gæta hlutleysis og hagsmuna allra aðila við borðið og samkvæmt lögum um UMS er hlutverk hans svipað þessu. UMS á þannig að vera milligöngumaður milli bankans (kröfuhafa) og skuldarans (kröfuþola). Gallinn við þetta fyrirkomulag er hins vegar að hjá UMS er staða kröfuhafa og kröfuþola alls ekki jöfn og samkvæmt lögum er það ekki hlutverk UMS að jafna hana, því hann á að vera hlutlaus. Hann leggur því aldrei mat á kröfur bankans jafnvel þó skuldari telji þær of háar og ekki í samræmi við lög. Það felst í hlutleysi að taka ekki afstöðu með einum málsaðila framar öðrum. En hverjum gagnast þetta ætlaða hlutleysi? Það eru fá ef nokkur dæmi þess að hlutleysi UMS gagnist skuldaranum, en hins vegar gagnast það í flestum eða öllum tilfellum bankanum sem fer sínu fram í krafti yfirburða í svo til öllum tilfellum. Umboðsmaður skuldara ætti því með réttu að heita Umboðsmaður fjármálafyrirtækja, því hans lögbundna hlutverk er að sjá til þess að skjólstæðingar hans greiði bankanum það sem bankinn telur hann eiga að greiða. Hrunið var persónugert í fórnarlömbum þess Ástandið var slæmt þegar embætti UMS var stofnað árið 2010 þegar þúsundir reyndu að bjarga heimilum sínum eftir að lán þeirra stökkbreyttust. Við skulum heldur ekki gleyma því að þau stökkbreyttust vegna þess að bankarnir á Íslandi voru reknir eins og spilavíti. En í stað þess að sjá til þess að fjárhættuspilararnir þyrftu að gjalda eigin gjörða, ákváðu stjórnvöld að sjá til þess að „húsið myndi vinna“ því þannig er það í spilavítum. Engin miskunn var sýnd og engin grið voru gefin. Nálgun og viðhorf skipta miklu máli þegar fólk lendir í hremmingum, ekki síst þeim sem snúa að fjármálum, því þar er svo auðvelt að skammast sín og kenna sjálfum sér um. Þegar svo bætist við skömm frá umhverfinu er vanlíðan og auðmýking þeirra sem þurfa aðstoð oft mikil. Það er staðreynd að eftir hrun var skömminni markvisst skellt á fórnarlömb hrunsins. Fyrst, þegar reiðin var hvað mest, hófst strax „áróður“ um að ekki mætti „persónugera hrunið“ því „þetta væri okkur öllum að kenna“. Þjóðin sem þá var buguð, leit í eigin barm og skammaðist sín fyrir að hafa keypt sér pizzur og flatskjái. Þegar sá árangur hafði náðst að láta eins og hrunið hefði bara komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hefði ekkert með allt of stóra banka og brjálæðislegar fjárfestingar nokkurra víkinga að gera, ásamt vítaverðu andvaraleysi stjórnvalda, var eftirleikurinn auðveldur. Þá var hafist handa við það að láta þjóðina borga. Ríkisstjórnin sem lofað hafði „Skjaldborg um heimilin“ byggði hana utan um fjármálafyrirtækin. Hún stóð að stærsta kennitöluflakki sögunnar og sá svo um að tryggja „nýju“ bönkunum sem voru í sama húsnæði og með sama starfsfólki og þeir „gömlu“, að innheimta annars vegar verðtryggð lán sem uxu jafnt og þétt af ástæðum sem kennitöluflakkararnir höfðu stofnað til, og hins vegar stökkbreytt lán með ólöglegri gengistryggingu. Þegar kennitöluskiptin voru klár og „nýir“ bankar stofnaðir á grunni þeirra gömlu, fengu „nýju“ bankarnir lánsöfnin sem höfðu verið afskrifuð, fyrir brotabrot að verðgildi sínu og nýjum kröfuhöfum var að auki lofað að ef gengistrygging lána væri dæmd ólögleg, þá myndu verða settir afturvirkir Seðlabankavextir á þau lán. Ólöglegir skilmálar í lánasamningum er alvarlegt auðgunarbrot, fjármálaglæpur. En í stað þess að láta lögbrjótana takast á við afleiðingar gjörða sinna, þá var þeim velt yfir á fórnarlömb þeirra. Saklaust fólk með fjölskyldur, sem hafði verið fórnarlömb fjármálaglæps, var látið skammast sín fyrir það að hafa látið spunameistara og greiningadeildir bankana blekkja sig. ÞAU voru kölluð „óráðsíufólk“, ÞAU voru kölluð heimsk fyrir að taka „lán í erlendri mynt“, ÞAU voru kölluð „óskynsöm“, ÞAU voru sökuð um að ætla að „græða á lánunum“, ÞAU voru sökuð um að hafa „reist sér hurðarás um öxl“ og ýmislegt fleira. Hrunið sem ekki mátti persónugera, var persónugert í þeim. Blekkingar og falsvonir Í þessu umhverfi er embætti UMS stofnað. Bara nafnið eitt og sér ber í sér blekkingu því um leið og lýsing UMS á hlutverki hans er skoðað sést það greinilega að honum var eingöngu ætlað að hjálpa bönkunum á ná eins miklu og mögulegt var af fólki, áður en það gæfist upp. En engin önnur úrræði voru til og örvæntingarfullar fjölskyldur leituðu því til UMS í von um aðstoð og að á þær yrði hlustað. Nú vil ég alls ekki halda því fram að þeim hafi mætt slæmt viðhorf, en það er auðmýkjandi að sitja fyrir framan einhvern sem, vegna aðstæðna sem þú átt enga sök á, má fara í gegnum allar þína fjárreiður og spyrja þig út í hvert smáatriði eyðslu þinnar, og jafnvel álasa þér fyrir kaffibollann sem þú leyfðir þér, eða snakkið sem fjölskyldan fékk á kósýkvöldi, eða áskriftina á Andrés Önd, sem er það eina sem þú getur enn veitt barninu þínu. Eða þú hélst þú gætir veitt barninu þínu, UMS var fljótur að leiðrétta þann misskilning. Kaldur raunveruleikinn var nefnilega sá að fólki var eingöngu hjálpað til að standa undir kröfum bankans. Um það snúast greiðsluaðlögunarsamningar. Tekjur viðkomandi skuldara eru skoðaðar og farið með stækkunargleri í gegnum öll hans útgjöld og þau skorin inn að beini. Þegar búið er að skera allt niður að beini er allt umfram það sett í greiðslur til bankans og skuldaranum þannig gert kleift að standa undir kröfum hans. Þó lítið sem ekkert væri eftir fyrir skuldarann og fjölskyldu hans til að lifa á, var honum einnig gert „að sýna skynsemi“ og leggja til hliðar það sem taldist „umfram lágmarksframfærslu“, ekki fyrir fjölskylduna eða til að mæta óvæntum kostnaði, nei, heldur til að standast lagalegar kröfur um að fá greiðsluaðlögunarsamning. “Sparnaðurinn” reyndist þá vera til þess að borga kröfuhöfum við upphaf greiðsluaðlögunartímabils. Þeim sem ekki tókst að leggja til hliðar samkvæmt fyrirmælum umsjónarmanns, var þá synjað um greiðsluaðlögun, jafnvel þó þeir hefðu bara misst úr einn eða fáa mánuði vegna þess að eitthvað óvænt kom upp, eins og biluð þvottavél eða lyfjakostnaður. Það má nefnilega lengi kreista án þess að blóð renni. Hlutverk UMS er í raun að lengja í snörunni og sjá hve lengi fólk þolir við áður en það gefst upp. Er þetta sanngjörn gagnrýni á UMS? Þetta er óvæginn gagnrýni og auðvitað hljóta að vera dæmi um fjölskyldur sem UMS hefur hjálpað, annað kemur ekki til greina. En dæmin um það sem hér er dregið fram eru samt sem áður allt of mörg og hvert og eitt þeirra er einu dæmi of mikið. Sök er stjórnvalda er stór. Sérstaklega þeim sem sköpuðu þetta embætti og gáfu mörgum með því von sem svo var rifin frá þeim. Þegar hrun verður og þúsundir lenda í vanda, þá er óhjákvæmilegt að eitthvert hlutfall þeirra hefði hvort eð er lent í vanda þó hér hefði allt verið í lukkunnar velstandi. En að stjórnvöld gangi fram fyrir skjöldu með að svipta fólk öllum björgum, sjálfsvirðingu og heimili, þannig að tugþúsundir missi allt sitt, er ekki í lagi og má aldrei gerast aftur. En Umboðsmaður skuldara sjálf getur ekki firrt sig allri sök í málinu. Samkvæmt 34. grein laga 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, átti ráðherra í samvinnu við Umboðsmann skuldara að vinna reglugerð þar sem nánar væri kveðið á um starfsreglur hans. 10 árum síðar hefur þessi reglugerð ekki enn litið dagsins ljós þannig að embættið hefur ekki búið sér til neinar starfsreglur eins og það átti að gera og því er bara um óskráðar reglur eða huglægt mat að ræða að ræða í hvert sinn. Í bréfi sem ég hef undir höndum þar sem umsókn um greiðsluaðlögun var hafnað stendur: „...við mat á því hvort veita skuli heimild til greiðsluaðlögunar ber UMS einkum að kanna hvort fyrir liggi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að greiðsluaðlögun verði heimiluð samanber 6. gr laga um greiðsluaðlögun einstaklinga númer 101/2010“ Samkvæmt þessu hefur Umboðsmaður skuldara „einkum“ leitað eftir ástæðum til að synja fólki um aðstoð. Er það samkvæmt ætlan stjórnvalda eða hennar eigin huglæga mati? Væri ekki eðlilegra að embætti sem að sögn er stofnað til að aðstoða skuldara, gengi „einkum“ út frá því að „kanna hvort fyrir liggi þær aðstæður sem styðja umsókn um greiðsluaðlögun“? Meðferðin á skuldurum eftir hrun hefur verið hræðileg og á meðan hún er ekki gerð upp, mun aldrei gróa um heilt í þessu þjóðafélagi og alveg tómt mál að tala um traust á æðstu stofnanir. Svör UMS við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna Í framhaldi af grein minni um embætti UMS var mér boðið í viðtal á morgunvakt Rásar 2, þar sem ég fór yfir þessa gagnrýni mína. Nokkrum dögum síðar bauð morgunvaktin Umboðsmanni skuldara í viðtal, enda eðlilegt að hún fái að bregðast við. Umboðsmaður sagðist þar vera þreytt á rangfærslum um kostnað en fór sjálf með rangt mál þegar hún hélt því fram að Hagsmunasamtökin hefðu bara deilt með fjölda umsókna um greiðsluaðlögun í heildar rekstrarkostnað og benti á að embættið sinnti fleiri verkefnum en greiðsluaðlögun eins og afgreiðslu umsókna um styrk fyrir skiptakostnaði. Hið rétta er að við tókum einmitt heildarfjölda allra umsókna með í reikninginn en ekki aðeins umsóknir um greiðsluaðlögun. Samkvæmt opinberum tölum höfðu um mitt síðasta ár samtals 3.834 fengið skiptakostnaðarstyrk eða greiðsluaðlögun hjá UMS og ef þeirri tölu er deilt í 5 milljarða þá hefur hver þeirra kostað 930 þúsund krónur. Það er eðli meðaltala að gefa heildarmynd án smáatriða, en við hjá HH stöndum algjörlega við þessar tölur, enda byggðar á opinberum upplýsingum. Hún taldi einnig ósanngjarnt að í tölum Hagsmunasamtakanna væri tekin kostnaður frá upphafi sem feli í sér „uppbyggingu á heilu embætti“. Ég spyr nú bara hvað felst í „uppbyggingu á heilu embætti“ annað en húsnæði, borð og stólar ásamt starfsfólki? „Uppbygging á heilu embætti“ hljómar eins og eitthvað agalega merkilegt og flott, en ég skil bara ekki hvað í því felst sem á að bera í sér meiri kostnað og fjárveitingar en nokkurt fyrirtæki með ráðgjafastarfsemi myndi láta sig dreyma um. Samanburðartölur Hagsmunasamtakanna miðast einnig við „uppbyggingu á heilum samtökum“, Hagsmunasamtökum sem í eru 8500 heimili. Samtökum sem miðað við höfðatölu væru fjölmennustu óhagnaðardrifnu samtökin í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað, 8,5 milljónir. Til samanburðar eru félagar í Amnesty International „ekki nema“ 7 milljónir í 150 löndum. Það verður ekki framhjá því komist að UMS hefur fengið í fjárveitingar um 5 milljarða frá stofnun, eða 555 milljónir á ári að meðaltali. Það er gríðarlega mikið fé frá skattgreiðendum og það hlýtur að mega velta því fyrir sér hvort svo háum upphæðum sé vel varið, hvort hægt sé að verja þeim betur og hvort þær hafi náð tilgangi sínum. Fráleitt að ríkið styrki hagsmunagæslu fjármálafyrirtækja Í viðtalinu sagði UMS að það væri verið að bera saman ólíka hluti, „epli og kíwí“ eins og hún tók til orða. Þetta er rétt hjá henni því Hagsmunasamtök heimilanna og Umboðsmaður skuldara gegna ólíkum hlutverkum. Samkvæmt lögum er hlutverk UMS ekki að hjálpa skuldurum eða gæta réttinda neytenda á fjármálamarkaði, en það gera Hagsmunasamtök heimilanna aftur á móti. Þó ekki sé hægt að fría þann sem gegnir embættinu allri ábyrgð beinist gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna fyrst og fremst að því hlutverki sem UMS er ætlað, sem er þegar grant er skoðað, að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja og sjá til þess að þau fái sem mest af því sem þau telja sig eiga að fá. Við hjá HH teljum algjörlega fráleitt að 5 milljarðar af skattfé íslendinga hafi farið í þá hagsmunagæslu. Fjármálafyrirtækin sem hafa malað gull frá hruni og hagnast um heilar 650 þúsund milljónir þurfa ekki á þessari aðstoð að halda. Þau eru fullfær um að bjarga sér sjálf og eru í raun í þvílíkri yfirburðastöðu gagnvart einstaklingum, að það hefur valdið þúsundum gríðarlegum skaða. En stóra málið er að í þessu endurspeglast áherslur stjórnvalda og lítisvirðing þeirra gagnvart heimilum landsins sem undirstöðu þjóðfélagsins. Án heimilanna væri ekkert þjóðfélag og engir bankar en samt var heimilunum fórnað fyrir bankanna. Stjórnvöld á Íslandi leggja allt of litla áherslu á réttindi neytenda á fjármálamarkaði og hafa í raun með ýmsum aðgerðum komið í veg fyrir að þau réttindi séu virt og þannig tekið sér stöðu við hlið fjármálafyrirtækjunum gegn heimilum landsins. Dæmi um þessa lítisvirðingu er að Neytendastofa er hreinlega fjársvelt, ekki síst ef framlög til hennar eru borin saman við framlög til Umboðsmanns skuldara. Hagsmunasamtök heimilanna, eini óháði aðilinn sem virkilega gætir réttinda neytenda á fjármálamarkaði, njóta lítilla sem engra styrkja auk þess að vera algjörlega sniðgengin í nefndum sem fjalla um hagsmuni neytenda á fjármálamarkaði, þar sem fjármálafyrirtækin eiga hins vegar vís sæti. Ef hægt er að eyða öllum þessum peningum til að laga skuldara að kröfum fjármálafyrirtækja, þá hlýtur það að vera eðlileg krafa að einhverju fjármagni sé eytt í að vernda neytendur á fjármálamarkaði og gefa þeim kost á hlutlausri ráðgjöf um réttindi þeirra og varnir. Hvaða ólöglegu kröfur? Í viðtalinu sagðist UMS ekki skilja hvað átt væri við með að láta skuldara standa undir „ólöglegum kröfum bankanna“ og bætti við að þetta væri „gömul gagnrýni“ og „við værum komin miklu lengra“. Það er stundum gott að grípa til „frasa“ þegar fátt er um svör. „Við erum komin lengra“ hljómar mjög vel, svona eins og stöðug þróun hafi átt sér stað. En lengra hvert? Hvert erum við þá eiginlega komin? Lengra fyrir hvern? Svo langt að það megi brjóta lög á fólki? Lengra en Hagsmunasamtökin? Og í hverju felst þessi „framúrtaka“ þá? Í því að UMS skilji ekki hvað átt er við með „ólöglegum kröfum“ kristallast einmitt vandinn. Henni er ekki ætlað að vernda neytendur á fjármálamarkaði þannig að hún og embættið eru því ekkert að skoða hvort kröfur séu ólöglegar og hafa hreinlega ekki hugmynd um hvort þær séu það. UMS gengur út frá því að þær séu réttar. En eins og ég tók fram í grein minni þá skrifaði UMS frábæra umsögn um hin illræmdu Árna Páls lög þar sem var rakið að ef þau yrðu að veruleika myndu þau brjóta gróflega á lögbundnum samningsrétti, lögbundnum neytendarétti og stjórnarskrárbundnum eignarrétti. Þessi lög urðu einmitt að veruleika og hafa síðan brotið gróflega á lögbundnum samningsrétti, lögbundnum neytendarétti og stjórnarskrárbundnum eignarrétti. Þó lögin hafi verið sett eftir að dómstólar tóku sér stöðu með stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum um að brjóta þessi réttindi, þá eru þau ekki löglegri fyrir það, því ekki einu sinni Hæstiréttur má brjóta á lög- og stjórnarskrárvörðum réttindum borgara eða getur „dæmt þau í burtu“. Allir útreikningar samkvæmt Árna Páls lögunum eru því ólöglegir en að auki gleyma bankarnir oft að taka tillit til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á upphæðir og útreikninga, enda enginn sem stoppar þá í því – nema þá hugsanlega Hagsmunasamtök heimilanna. Hefur Umboðsmaður boðið upp á samstarf? UMS sagðist hafa „teygt sig langt“ í að bjóða Hagsmunasamtökunum samstarf, en er það rétt? Fyrst skal talið það sem vel er gert. Starfsmaður Hagsmunasamtakanna hefur allmörgum sinnum leitað til embættisins með ýmis erindi sem hefur oftast verið vel tekið og slík samskipti almennt verið góð og gagnleg. En það eru því miður ýkjur þegar UMS segist hafa teygt sig langt í að reyna að hafa samstarf við Hagsmunasamtökin. Þau þrjú ár sem ég hef verið formaður höfum við hjá HH átt einn fund, að okkar frumkvæði, með UMS. Sá fundur var vinsamlegur og hún lýsti þar yfir vilja til samstarfs en síðan höfum við ekki heyrt frá henni. Við skildum eftir hjá henni erindi um Rannsóknarskýrslu heimilanna og ósk um stuðning við gerð hennar en því hefur ekki enn verið svarað nú tæpu ári síðar. Skömmu eftir þennann fund okkar fékk UMS gullið tækifæri til að sýna vilja sinn til samstarfs í verki, þegar hún hélt ráðstefnu með Samtökum fjármálafyrirtækja. Staða fjármálafyrirtækja gegn fulltrúum neytenda á þessara ráðstefnu var 6 – 3 og enginn þeirra fulltrúa neytenda sem boðið var, hafði komið nálægt neytendavernd á fjármálamarkaði. Hagsmunasamtökum heimilanna var hins vegar ekki boðið á þessu fínu ráðstefnu. Við gagnrýndum þetta samkrull reyndar harðlega en hefðum samt mætt ef okkur hefði verið boðið til að láta rödd okkar félagsmanna heyrast. Viljinn til samstarfs hefur líka ekki verið meiri en svo að árið 2012 þurftu Hagsmunasamtökin að kæra UMS til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar embættisins á beiðni HH um aðgang að gögnum um samráð fjármálafyrirækja og UMS sem stofnað var til í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 um gengistryggð lán. Í þessu samráði gekk UMS í raun í lið með fjármálafyrirtækjunum gegn neytendum og átti þátt í að valda þeim mikla skaða sem síðan hefur orðið. Einnig kærðu Hagsmunasamtökin þetta samráð til Samkeppniseftirlitsins. Við hjá Hagsmunasamtökunum höfum því miður aldrei orðið vör við vilja UMS til að „bæta kerfið“ eins og hún sagðist vilja vera í samtarfi um í áðurnefndu viðtali. Frá því hún skrifaði stórgóða umsögn sína gegn setningu Árna Páls laganna svokölluðu, hefur hún algjörlega beygt sig undir „kerfið“ og því miður hreinlega gengið því á hönd. Í því sambandi má t.d. nefna að þegar fjármálafyrirtækin eyðilögðu hvert og eitt af þessum fyrrnefndu „samráðsmálum“ eitt af öðru, þannig að ekkert þeirra fór fyrir dóm, heyrðist ekki múkk í UMS þrátt fyrir að það hefði einmitt verið hennar hlutverk í þessu samráði, að gæta hagsmuna almennings. Hafa HH eitthvað að sækja til UMS? Um hvað ætti samstarf UMS og Hagsmunasamtakanna að snúast? Hvað hafa HH að sækja til UMS? Svarið við því er: Lítið sem ekkert. Hins vegar má leiða að því líkum að UMS hafi eitthvað að sækja til HH, þó ekki væri nema til að fræðast um neytendarétt og brot fjármálafyrirtækja gagnvart neytendum. Það eina sem HH og UMS eiga sameiginlegt er að til þeirra leita skuldarar. UMS „hjálpar“ skuldurum að standa undir kröfum fjármálafyrirtækjanna án þess að kanna réttmæti krafnanna á nokkurn hátt. Það sem fjármálafyrirtækin segja er lagt til grundvallar athugasemdalaust og eftir því er unnið. Ef skuldari leitar hins vegar til HH eftir hjálp eru forsendur krafna bankana skoðaðar og jafnvel endurreiknaðar. Oftar en ekki koma í ljós brotalamir og gallar á kröfum bankanna. HH fara þá í það með skuldaranum að hjálpa honum að fá kröfurnar leiðréttar. Staðan er metin með skuldaranum því það er meira en að segja það að fá banka til að fara að lögum, og ekki á allra færi að fara í málarekstur vegna þess. Við höfum því ekki alltaf erindi sem erfiði, en við gerum svo sannarlega allt sem við getum og það sem er kannski mest um vert, skuldarinn getur haldið höfði hátt allan tímann og þarf aldrei að sitja undir auðmýkjandi yfirheyrslum um fjárhag sinn og eyðslu. Enda voru það ekki heimilin sem fóru óvarlega og ollu hruninu, heldur bankarnir sem gætu svo sannarlega lært ýmislegt af heimilunum um fjármálalæsi! Munurinn á UMS og HH Við tökum heils hugar undir það með UMS að embætti hans annars vegar og Hagsmunasamtök heimilanna hins vegar, gegna ólíkum hlutverkum. Það þýðir þó ekki að með samanburði sé verið að bera saman epli og kiwi eins og hún hélt fram, heldur erum við einmitt að benda hversu misjöfn áhersla á þessi tvö ólíku hlutverk kemur fram í fjárveitingum hins opinbera. Munurinn á UMS annars vegar og Hagsmunasamtökum heimilanna hins vegar, kristallast m.a. í eftirfarandi atriðum. Það er veitt milljörðum í þau úrræði sem heyra undir UMS en bara brotabrot (0,004%) af því í starfsemi HH. HH hafa ekki fjármagn til að fara í nauðsynlega dómsmál en UMS hefur ekki lagaheimildir til að fara í dómsmál. Hjá HH er engum sem sækist eftir aðstoð synjað um hana, heldur fær hvert tilvik sérstaka greiningu þar sem reynt er að finna leiðir að lausnum, hverjar sem þær gætu verið á meðan greining UMS á umsóknum miðast eingöngu við þau lögbundnu úrræði sem heyra undir embættið, þ.e. greiðsluaðlögun, styrk vegna skiptakostnaðar eða ráðgjöf um endurskipulagningu skulda. Meira en helmingi umsókna hjá UMS er hafnað. Lögfræðiráðgjöf eða réttaraðstoð ekki innifalin í úrræðum UMS, en er aftur á móti í öndvegi þeirrar greiningar og ráðlegginga sem HH veita neytendum á fjármálamarkaði. Samkvæmt þessu er næstum því um andstæð samtök að ræða og vandséð hvað samstarf ætti að snúast um. UMS segist bjóða samstarf en það á greinilega að vera á hennar forsendum. HH eru velkomin til hennar og þá getum “við unnið saman að því að breyta kerfinu” segir hún. En málið er að hún er ekkert að breyta kerfinu, hún gekk bara inn í það og það munu Hagsmunasamtökin aldrei gera, þannig að samstarfsflöturinn er alls ekki augljós og það hefur samstarfsvilji hennar ekki heldur verið. Ef UMS vill virkilega leggja sitt af mörkum breyta til að kerfinu væri fín byrjun að styðja opinberlega þá sjálfsögðu kröfu Hagsmunasamtakanna að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna. Þá væri kannski komin flötur fyrir samræður. Hvar liggja áherslur stjórnvalda? Í 11 ár hafa Hagsmunasamtökin: Barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði hvort sem það felur í sér málaferli, greinaskrif, eða aðstoð við þá sem telja á sér brotið. Veitt stjórnvöldum aðhald varðandi málefni neytenda á fjármálamarkaði, t.d. með því að: - átt fundi með ráðherrum/alþingismönnum/þingflokkum/nefndum eða hverjum þeim sem málin varða, um málefni heimilanna og réttindi neytenda á fjármálamarkaði, eins og samtökin hafa gert hingað til - sent frá sér vandaðar umsagnir um þingmál og frumvörp eins og samtökin hafa gert hingað til - boðið fram fulltrúa sína til að taka sæti í nefndum á vegum stjórnvalda sem fjalla um málefni heimilanna og/eða réttindi þeirra á fjármálamarkaði. Þetta boð er aldrei þegið en í þessum sömu nefndum eiga fjármálafyrirtækin sína fulltrúa Veitt óháða ráðgjöf til þeirra sem standa í fasteignakaupum, um réttindi þeirra og hagstæðar leiðir í lánamálum. Aðstoðað skuldara sem lenda í nauðungarsöluferli - Kynnt þeim réttindi sín því það er verulegur misbrestur á að sýslumannsembættin sinni því - mætt með þeim í fyrirtökur ef þörf er á - farið yfir úthlutanargerðir sem og útreikninga gerðarbeiðanda á skuldinni Öllu þessu hafa Hagsmunasamtökin sinnt í sjálfboðavinnu og af hugsjón í 11 ár. Fyrir vikið hafa nokkrir ráðherrar rétt að þeim „smáræði“ hér og þar, eða að meðaltali 1,8 milljónir á ári, sem hrekkur ekki fyrir miklu. Á meðan hefur UMS fengið að meðaltali 555 milljónir á ári fyrir að leiða fólk eins og lömb til slátrunnar undir kröfur bankanna sem hafa hagnast um 650 milljarða á þessum sama tíma Hagsmunasamtökin hafa hjálpað a.m.k. jafn mörgum og UMS og sennilega fleirum. Sé beitt samskonar meðaltalsreikningi á HH og við beitum á UMS og miðað við að fjöldin sé sá sami, þá hefur hver einstaklingur sem HH hefur hjálpað kostað 5000 krónur á móti 930.000 krónum hjá UMS. Munurinn er 186 faldur. Það er einhversstaðar alveg hræðilega vitlaust gefið og því þarf að breyta! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. - Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það hlýtur að skipta okkur öll máli að því fé sem veitt er úr opinberum sjóðum sé vel varið og að það nýtist þeim sem það á að hjálpa. En því miður er það ekki alltaf svo. Stundum snúast þannig stofnanir í andhverfu sína og það á því miður við um embætti Umboðsmanns skuldara. Reglu- og lagaverkinu sem stjórnmálamenn settu í kringum embættið er að einhverju leiti um að kenna en ekki þó eingöngu, því Ásta S. Helgadóttir, sem gengt hefur embættinu frá stofnun, hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á það. Í grein sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum gagnrýndi ég að embætti UMS hefði fengið yfir 5000 milljónir frá skattgreiðendum frá stofnun, eða að meðaltali 555 milljónir á ári og færði rök fyrir því að þessu fé væri ekki vel varið. Það er nógu slæmt að minna en helmingur þeirra sem sækir um aðstoð UMS stenst kröfurnar sem þarf að uppfylla til að fá aðstoð, en verra þó að í raun er ekki um aðstoð við skuldarann að ræða, heldur aðstoð við fjármálafyrirtækin við að ná því úr skuldaranum sem þau vilja. Þar ber Umboðsmaður skuldara, Ástu S. Helgadóttur sína sök ásamt þeim sömdu reglurnar og lögin fyrir þetta embætti. Í raun má segja að með embættinu hafi verið vaktar falsvonir hjá skuldurum um að á þá yrði hlustað og fundnar fyrir þá lausnir, á meðan hlutverk þess var hreinlega að lengja í snörunni án þess að leysa fólk úr henni. Lög og reglur fyrir fjármálafyrirtækin Á vef embættisins er hlutverk UMS skilgreint á þennan hátt: Hvernig fer ráðgjöf fram? Ráðgjafi aðstoðar umsækjendur að þeirra ósk og með þeirra leyfi. Ráðgjafi gerir greiðsluerfiðleikamat sem sýnir tekjur og framfærslukostnað, eignir og skuldir ásamt greiðslugetu. Ráðgjafi leggur til úrlausnir og tillögur byggðar á greiðsluerfiðleikamatinu. Ef frjálsir samningar við kröfuhafa eru mögulegir þá getur ráðgjafi haft milligöngu um slíka samninga, að höfðu samráði við umsækjendur. Ef frjálsir samningar eru ekki mögulegir eru aðrar leiðir kannaðar sem gætu gagnast við lausn á vanda. Ráðgjöf umboðsmanns skuldara felur ekki í sér: Lögfræðilega ráðgjöf. Aðstoð við að sækja um lán. Leiðbeiningar um hvar skuli sækja um endurfjármögnun og með hvaða kjörum. Samninga um algjöra eftirgjöf á kröfum. Könnun á gildi ábyrgðarskuldbindinga. Aðstoð við að telja fram til skatts. Lánveitingu til greiðslu skulda. Samkvæmt þessu felst ráðgjöf UMS einkum í því að finna út hve mikið skuldari getur borgað bönkunum á hverjum mánuði, og búa til greiðsluáætlun fyrir hann sem bankinn getur sætt sig við og samþykkt. Þannig má kannski líkja hlutverki UMS við hlutverk skiptastjóra. Þegar bú eru tekin til gjaldþrotaskipta er skipaður skiptastjóri sem á að gæta hlutleysis og hagsmuna allra aðila við borðið og samkvæmt lögum um UMS er hlutverk hans svipað þessu. UMS á þannig að vera milligöngumaður milli bankans (kröfuhafa) og skuldarans (kröfuþola). Gallinn við þetta fyrirkomulag er hins vegar að hjá UMS er staða kröfuhafa og kröfuþola alls ekki jöfn og samkvæmt lögum er það ekki hlutverk UMS að jafna hana, því hann á að vera hlutlaus. Hann leggur því aldrei mat á kröfur bankans jafnvel þó skuldari telji þær of háar og ekki í samræmi við lög. Það felst í hlutleysi að taka ekki afstöðu með einum málsaðila framar öðrum. En hverjum gagnast þetta ætlaða hlutleysi? Það eru fá ef nokkur dæmi þess að hlutleysi UMS gagnist skuldaranum, en hins vegar gagnast það í flestum eða öllum tilfellum bankanum sem fer sínu fram í krafti yfirburða í svo til öllum tilfellum. Umboðsmaður skuldara ætti því með réttu að heita Umboðsmaður fjármálafyrirtækja, því hans lögbundna hlutverk er að sjá til þess að skjólstæðingar hans greiði bankanum það sem bankinn telur hann eiga að greiða. Hrunið var persónugert í fórnarlömbum þess Ástandið var slæmt þegar embætti UMS var stofnað árið 2010 þegar þúsundir reyndu að bjarga heimilum sínum eftir að lán þeirra stökkbreyttust. Við skulum heldur ekki gleyma því að þau stökkbreyttust vegna þess að bankarnir á Íslandi voru reknir eins og spilavíti. En í stað þess að sjá til þess að fjárhættuspilararnir þyrftu að gjalda eigin gjörða, ákváðu stjórnvöld að sjá til þess að „húsið myndi vinna“ því þannig er það í spilavítum. Engin miskunn var sýnd og engin grið voru gefin. Nálgun og viðhorf skipta miklu máli þegar fólk lendir í hremmingum, ekki síst þeim sem snúa að fjármálum, því þar er svo auðvelt að skammast sín og kenna sjálfum sér um. Þegar svo bætist við skömm frá umhverfinu er vanlíðan og auðmýking þeirra sem þurfa aðstoð oft mikil. Það er staðreynd að eftir hrun var skömminni markvisst skellt á fórnarlömb hrunsins. Fyrst, þegar reiðin var hvað mest, hófst strax „áróður“ um að ekki mætti „persónugera hrunið“ því „þetta væri okkur öllum að kenna“. Þjóðin sem þá var buguð, leit í eigin barm og skammaðist sín fyrir að hafa keypt sér pizzur og flatskjái. Þegar sá árangur hafði náðst að láta eins og hrunið hefði bara komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hefði ekkert með allt of stóra banka og brjálæðislegar fjárfestingar nokkurra víkinga að gera, ásamt vítaverðu andvaraleysi stjórnvalda, var eftirleikurinn auðveldur. Þá var hafist handa við það að láta þjóðina borga. Ríkisstjórnin sem lofað hafði „Skjaldborg um heimilin“ byggði hana utan um fjármálafyrirtækin. Hún stóð að stærsta kennitöluflakki sögunnar og sá svo um að tryggja „nýju“ bönkunum sem voru í sama húsnæði og með sama starfsfólki og þeir „gömlu“, að innheimta annars vegar verðtryggð lán sem uxu jafnt og þétt af ástæðum sem kennitöluflakkararnir höfðu stofnað til, og hins vegar stökkbreytt lán með ólöglegri gengistryggingu. Þegar kennitöluskiptin voru klár og „nýir“ bankar stofnaðir á grunni þeirra gömlu, fengu „nýju“ bankarnir lánsöfnin sem höfðu verið afskrifuð, fyrir brotabrot að verðgildi sínu og nýjum kröfuhöfum var að auki lofað að ef gengistrygging lána væri dæmd ólögleg, þá myndu verða settir afturvirkir Seðlabankavextir á þau lán. Ólöglegir skilmálar í lánasamningum er alvarlegt auðgunarbrot, fjármálaglæpur. En í stað þess að láta lögbrjótana takast á við afleiðingar gjörða sinna, þá var þeim velt yfir á fórnarlömb þeirra. Saklaust fólk með fjölskyldur, sem hafði verið fórnarlömb fjármálaglæps, var látið skammast sín fyrir það að hafa látið spunameistara og greiningadeildir bankana blekkja sig. ÞAU voru kölluð „óráðsíufólk“, ÞAU voru kölluð heimsk fyrir að taka „lán í erlendri mynt“, ÞAU voru kölluð „óskynsöm“, ÞAU voru sökuð um að ætla að „græða á lánunum“, ÞAU voru sökuð um að hafa „reist sér hurðarás um öxl“ og ýmislegt fleira. Hrunið sem ekki mátti persónugera, var persónugert í þeim. Blekkingar og falsvonir Í þessu umhverfi er embætti UMS stofnað. Bara nafnið eitt og sér ber í sér blekkingu því um leið og lýsing UMS á hlutverki hans er skoðað sést það greinilega að honum var eingöngu ætlað að hjálpa bönkunum á ná eins miklu og mögulegt var af fólki, áður en það gæfist upp. En engin önnur úrræði voru til og örvæntingarfullar fjölskyldur leituðu því til UMS í von um aðstoð og að á þær yrði hlustað. Nú vil ég alls ekki halda því fram að þeim hafi mætt slæmt viðhorf, en það er auðmýkjandi að sitja fyrir framan einhvern sem, vegna aðstæðna sem þú átt enga sök á, má fara í gegnum allar þína fjárreiður og spyrja þig út í hvert smáatriði eyðslu þinnar, og jafnvel álasa þér fyrir kaffibollann sem þú leyfðir þér, eða snakkið sem fjölskyldan fékk á kósýkvöldi, eða áskriftina á Andrés Önd, sem er það eina sem þú getur enn veitt barninu þínu. Eða þú hélst þú gætir veitt barninu þínu, UMS var fljótur að leiðrétta þann misskilning. Kaldur raunveruleikinn var nefnilega sá að fólki var eingöngu hjálpað til að standa undir kröfum bankans. Um það snúast greiðsluaðlögunarsamningar. Tekjur viðkomandi skuldara eru skoðaðar og farið með stækkunargleri í gegnum öll hans útgjöld og þau skorin inn að beini. Þegar búið er að skera allt niður að beini er allt umfram það sett í greiðslur til bankans og skuldaranum þannig gert kleift að standa undir kröfum hans. Þó lítið sem ekkert væri eftir fyrir skuldarann og fjölskyldu hans til að lifa á, var honum einnig gert „að sýna skynsemi“ og leggja til hliðar það sem taldist „umfram lágmarksframfærslu“, ekki fyrir fjölskylduna eða til að mæta óvæntum kostnaði, nei, heldur til að standast lagalegar kröfur um að fá greiðsluaðlögunarsamning. “Sparnaðurinn” reyndist þá vera til þess að borga kröfuhöfum við upphaf greiðsluaðlögunartímabils. Þeim sem ekki tókst að leggja til hliðar samkvæmt fyrirmælum umsjónarmanns, var þá synjað um greiðsluaðlögun, jafnvel þó þeir hefðu bara misst úr einn eða fáa mánuði vegna þess að eitthvað óvænt kom upp, eins og biluð þvottavél eða lyfjakostnaður. Það má nefnilega lengi kreista án þess að blóð renni. Hlutverk UMS er í raun að lengja í snörunni og sjá hve lengi fólk þolir við áður en það gefst upp. Er þetta sanngjörn gagnrýni á UMS? Þetta er óvæginn gagnrýni og auðvitað hljóta að vera dæmi um fjölskyldur sem UMS hefur hjálpað, annað kemur ekki til greina. En dæmin um það sem hér er dregið fram eru samt sem áður allt of mörg og hvert og eitt þeirra er einu dæmi of mikið. Sök er stjórnvalda er stór. Sérstaklega þeim sem sköpuðu þetta embætti og gáfu mörgum með því von sem svo var rifin frá þeim. Þegar hrun verður og þúsundir lenda í vanda, þá er óhjákvæmilegt að eitthvert hlutfall þeirra hefði hvort eð er lent í vanda þó hér hefði allt verið í lukkunnar velstandi. En að stjórnvöld gangi fram fyrir skjöldu með að svipta fólk öllum björgum, sjálfsvirðingu og heimili, þannig að tugþúsundir missi allt sitt, er ekki í lagi og má aldrei gerast aftur. En Umboðsmaður skuldara sjálf getur ekki firrt sig allri sök í málinu. Samkvæmt 34. grein laga 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, átti ráðherra í samvinnu við Umboðsmann skuldara að vinna reglugerð þar sem nánar væri kveðið á um starfsreglur hans. 10 árum síðar hefur þessi reglugerð ekki enn litið dagsins ljós þannig að embættið hefur ekki búið sér til neinar starfsreglur eins og það átti að gera og því er bara um óskráðar reglur eða huglægt mat að ræða að ræða í hvert sinn. Í bréfi sem ég hef undir höndum þar sem umsókn um greiðsluaðlögun var hafnað stendur: „...við mat á því hvort veita skuli heimild til greiðsluaðlögunar ber UMS einkum að kanna hvort fyrir liggi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að greiðsluaðlögun verði heimiluð samanber 6. gr laga um greiðsluaðlögun einstaklinga númer 101/2010“ Samkvæmt þessu hefur Umboðsmaður skuldara „einkum“ leitað eftir ástæðum til að synja fólki um aðstoð. Er það samkvæmt ætlan stjórnvalda eða hennar eigin huglæga mati? Væri ekki eðlilegra að embætti sem að sögn er stofnað til að aðstoða skuldara, gengi „einkum“ út frá því að „kanna hvort fyrir liggi þær aðstæður sem styðja umsókn um greiðsluaðlögun“? Meðferðin á skuldurum eftir hrun hefur verið hræðileg og á meðan hún er ekki gerð upp, mun aldrei gróa um heilt í þessu þjóðafélagi og alveg tómt mál að tala um traust á æðstu stofnanir. Svör UMS við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna Í framhaldi af grein minni um embætti UMS var mér boðið í viðtal á morgunvakt Rásar 2, þar sem ég fór yfir þessa gagnrýni mína. Nokkrum dögum síðar bauð morgunvaktin Umboðsmanni skuldara í viðtal, enda eðlilegt að hún fái að bregðast við. Umboðsmaður sagðist þar vera þreytt á rangfærslum um kostnað en fór sjálf með rangt mál þegar hún hélt því fram að Hagsmunasamtökin hefðu bara deilt með fjölda umsókna um greiðsluaðlögun í heildar rekstrarkostnað og benti á að embættið sinnti fleiri verkefnum en greiðsluaðlögun eins og afgreiðslu umsókna um styrk fyrir skiptakostnaði. Hið rétta er að við tókum einmitt heildarfjölda allra umsókna með í reikninginn en ekki aðeins umsóknir um greiðsluaðlögun. Samkvæmt opinberum tölum höfðu um mitt síðasta ár samtals 3.834 fengið skiptakostnaðarstyrk eða greiðsluaðlögun hjá UMS og ef þeirri tölu er deilt í 5 milljarða þá hefur hver þeirra kostað 930 þúsund krónur. Það er eðli meðaltala að gefa heildarmynd án smáatriða, en við hjá HH stöndum algjörlega við þessar tölur, enda byggðar á opinberum upplýsingum. Hún taldi einnig ósanngjarnt að í tölum Hagsmunasamtakanna væri tekin kostnaður frá upphafi sem feli í sér „uppbyggingu á heilu embætti“. Ég spyr nú bara hvað felst í „uppbyggingu á heilu embætti“ annað en húsnæði, borð og stólar ásamt starfsfólki? „Uppbygging á heilu embætti“ hljómar eins og eitthvað agalega merkilegt og flott, en ég skil bara ekki hvað í því felst sem á að bera í sér meiri kostnað og fjárveitingar en nokkurt fyrirtæki með ráðgjafastarfsemi myndi láta sig dreyma um. Samanburðartölur Hagsmunasamtakanna miðast einnig við „uppbyggingu á heilum samtökum“, Hagsmunasamtökum sem í eru 8500 heimili. Samtökum sem miðað við höfðatölu væru fjölmennustu óhagnaðardrifnu samtökin í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað, 8,5 milljónir. Til samanburðar eru félagar í Amnesty International „ekki nema“ 7 milljónir í 150 löndum. Það verður ekki framhjá því komist að UMS hefur fengið í fjárveitingar um 5 milljarða frá stofnun, eða 555 milljónir á ári að meðaltali. Það er gríðarlega mikið fé frá skattgreiðendum og það hlýtur að mega velta því fyrir sér hvort svo háum upphæðum sé vel varið, hvort hægt sé að verja þeim betur og hvort þær hafi náð tilgangi sínum. Fráleitt að ríkið styrki hagsmunagæslu fjármálafyrirtækja Í viðtalinu sagði UMS að það væri verið að bera saman ólíka hluti, „epli og kíwí“ eins og hún tók til orða. Þetta er rétt hjá henni því Hagsmunasamtök heimilanna og Umboðsmaður skuldara gegna ólíkum hlutverkum. Samkvæmt lögum er hlutverk UMS ekki að hjálpa skuldurum eða gæta réttinda neytenda á fjármálamarkaði, en það gera Hagsmunasamtök heimilanna aftur á móti. Þó ekki sé hægt að fría þann sem gegnir embættinu allri ábyrgð beinist gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna fyrst og fremst að því hlutverki sem UMS er ætlað, sem er þegar grant er skoðað, að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja og sjá til þess að þau fái sem mest af því sem þau telja sig eiga að fá. Við hjá HH teljum algjörlega fráleitt að 5 milljarðar af skattfé íslendinga hafi farið í þá hagsmunagæslu. Fjármálafyrirtækin sem hafa malað gull frá hruni og hagnast um heilar 650 þúsund milljónir þurfa ekki á þessari aðstoð að halda. Þau eru fullfær um að bjarga sér sjálf og eru í raun í þvílíkri yfirburðastöðu gagnvart einstaklingum, að það hefur valdið þúsundum gríðarlegum skaða. En stóra málið er að í þessu endurspeglast áherslur stjórnvalda og lítisvirðing þeirra gagnvart heimilum landsins sem undirstöðu þjóðfélagsins. Án heimilanna væri ekkert þjóðfélag og engir bankar en samt var heimilunum fórnað fyrir bankanna. Stjórnvöld á Íslandi leggja allt of litla áherslu á réttindi neytenda á fjármálamarkaði og hafa í raun með ýmsum aðgerðum komið í veg fyrir að þau réttindi séu virt og þannig tekið sér stöðu við hlið fjármálafyrirtækjunum gegn heimilum landsins. Dæmi um þessa lítisvirðingu er að Neytendastofa er hreinlega fjársvelt, ekki síst ef framlög til hennar eru borin saman við framlög til Umboðsmanns skuldara. Hagsmunasamtök heimilanna, eini óháði aðilinn sem virkilega gætir réttinda neytenda á fjármálamarkaði, njóta lítilla sem engra styrkja auk þess að vera algjörlega sniðgengin í nefndum sem fjalla um hagsmuni neytenda á fjármálamarkaði, þar sem fjármálafyrirtækin eiga hins vegar vís sæti. Ef hægt er að eyða öllum þessum peningum til að laga skuldara að kröfum fjármálafyrirtækja, þá hlýtur það að vera eðlileg krafa að einhverju fjármagni sé eytt í að vernda neytendur á fjármálamarkaði og gefa þeim kost á hlutlausri ráðgjöf um réttindi þeirra og varnir. Hvaða ólöglegu kröfur? Í viðtalinu sagðist UMS ekki skilja hvað átt væri við með að láta skuldara standa undir „ólöglegum kröfum bankanna“ og bætti við að þetta væri „gömul gagnrýni“ og „við værum komin miklu lengra“. Það er stundum gott að grípa til „frasa“ þegar fátt er um svör. „Við erum komin lengra“ hljómar mjög vel, svona eins og stöðug þróun hafi átt sér stað. En lengra hvert? Hvert erum við þá eiginlega komin? Lengra fyrir hvern? Svo langt að það megi brjóta lög á fólki? Lengra en Hagsmunasamtökin? Og í hverju felst þessi „framúrtaka“ þá? Í því að UMS skilji ekki hvað átt er við með „ólöglegum kröfum“ kristallast einmitt vandinn. Henni er ekki ætlað að vernda neytendur á fjármálamarkaði þannig að hún og embættið eru því ekkert að skoða hvort kröfur séu ólöglegar og hafa hreinlega ekki hugmynd um hvort þær séu það. UMS gengur út frá því að þær séu réttar. En eins og ég tók fram í grein minni þá skrifaði UMS frábæra umsögn um hin illræmdu Árna Páls lög þar sem var rakið að ef þau yrðu að veruleika myndu þau brjóta gróflega á lögbundnum samningsrétti, lögbundnum neytendarétti og stjórnarskrárbundnum eignarrétti. Þessi lög urðu einmitt að veruleika og hafa síðan brotið gróflega á lögbundnum samningsrétti, lögbundnum neytendarétti og stjórnarskrárbundnum eignarrétti. Þó lögin hafi verið sett eftir að dómstólar tóku sér stöðu með stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum um að brjóta þessi réttindi, þá eru þau ekki löglegri fyrir það, því ekki einu sinni Hæstiréttur má brjóta á lög- og stjórnarskrárvörðum réttindum borgara eða getur „dæmt þau í burtu“. Allir útreikningar samkvæmt Árna Páls lögunum eru því ólöglegir en að auki gleyma bankarnir oft að taka tillit til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á upphæðir og útreikninga, enda enginn sem stoppar þá í því – nema þá hugsanlega Hagsmunasamtök heimilanna. Hefur Umboðsmaður boðið upp á samstarf? UMS sagðist hafa „teygt sig langt“ í að bjóða Hagsmunasamtökunum samstarf, en er það rétt? Fyrst skal talið það sem vel er gert. Starfsmaður Hagsmunasamtakanna hefur allmörgum sinnum leitað til embættisins með ýmis erindi sem hefur oftast verið vel tekið og slík samskipti almennt verið góð og gagnleg. En það eru því miður ýkjur þegar UMS segist hafa teygt sig langt í að reyna að hafa samstarf við Hagsmunasamtökin. Þau þrjú ár sem ég hef verið formaður höfum við hjá HH átt einn fund, að okkar frumkvæði, með UMS. Sá fundur var vinsamlegur og hún lýsti þar yfir vilja til samstarfs en síðan höfum við ekki heyrt frá henni. Við skildum eftir hjá henni erindi um Rannsóknarskýrslu heimilanna og ósk um stuðning við gerð hennar en því hefur ekki enn verið svarað nú tæpu ári síðar. Skömmu eftir þennann fund okkar fékk UMS gullið tækifæri til að sýna vilja sinn til samstarfs í verki, þegar hún hélt ráðstefnu með Samtökum fjármálafyrirtækja. Staða fjármálafyrirtækja gegn fulltrúum neytenda á þessara ráðstefnu var 6 – 3 og enginn þeirra fulltrúa neytenda sem boðið var, hafði komið nálægt neytendavernd á fjármálamarkaði. Hagsmunasamtökum heimilanna var hins vegar ekki boðið á þessu fínu ráðstefnu. Við gagnrýndum þetta samkrull reyndar harðlega en hefðum samt mætt ef okkur hefði verið boðið til að láta rödd okkar félagsmanna heyrast. Viljinn til samstarfs hefur líka ekki verið meiri en svo að árið 2012 þurftu Hagsmunasamtökin að kæra UMS til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar embættisins á beiðni HH um aðgang að gögnum um samráð fjármálafyrirækja og UMS sem stofnað var til í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 um gengistryggð lán. Í þessu samráði gekk UMS í raun í lið með fjármálafyrirtækjunum gegn neytendum og átti þátt í að valda þeim mikla skaða sem síðan hefur orðið. Einnig kærðu Hagsmunasamtökin þetta samráð til Samkeppniseftirlitsins. Við hjá Hagsmunasamtökunum höfum því miður aldrei orðið vör við vilja UMS til að „bæta kerfið“ eins og hún sagðist vilja vera í samtarfi um í áðurnefndu viðtali. Frá því hún skrifaði stórgóða umsögn sína gegn setningu Árna Páls laganna svokölluðu, hefur hún algjörlega beygt sig undir „kerfið“ og því miður hreinlega gengið því á hönd. Í því sambandi má t.d. nefna að þegar fjármálafyrirtækin eyðilögðu hvert og eitt af þessum fyrrnefndu „samráðsmálum“ eitt af öðru, þannig að ekkert þeirra fór fyrir dóm, heyrðist ekki múkk í UMS þrátt fyrir að það hefði einmitt verið hennar hlutverk í þessu samráði, að gæta hagsmuna almennings. Hafa HH eitthvað að sækja til UMS? Um hvað ætti samstarf UMS og Hagsmunasamtakanna að snúast? Hvað hafa HH að sækja til UMS? Svarið við því er: Lítið sem ekkert. Hins vegar má leiða að því líkum að UMS hafi eitthvað að sækja til HH, þó ekki væri nema til að fræðast um neytendarétt og brot fjármálafyrirtækja gagnvart neytendum. Það eina sem HH og UMS eiga sameiginlegt er að til þeirra leita skuldarar. UMS „hjálpar“ skuldurum að standa undir kröfum fjármálafyrirtækjanna án þess að kanna réttmæti krafnanna á nokkurn hátt. Það sem fjármálafyrirtækin segja er lagt til grundvallar athugasemdalaust og eftir því er unnið. Ef skuldari leitar hins vegar til HH eftir hjálp eru forsendur krafna bankana skoðaðar og jafnvel endurreiknaðar. Oftar en ekki koma í ljós brotalamir og gallar á kröfum bankanna. HH fara þá í það með skuldaranum að hjálpa honum að fá kröfurnar leiðréttar. Staðan er metin með skuldaranum því það er meira en að segja það að fá banka til að fara að lögum, og ekki á allra færi að fara í málarekstur vegna þess. Við höfum því ekki alltaf erindi sem erfiði, en við gerum svo sannarlega allt sem við getum og það sem er kannski mest um vert, skuldarinn getur haldið höfði hátt allan tímann og þarf aldrei að sitja undir auðmýkjandi yfirheyrslum um fjárhag sinn og eyðslu. Enda voru það ekki heimilin sem fóru óvarlega og ollu hruninu, heldur bankarnir sem gætu svo sannarlega lært ýmislegt af heimilunum um fjármálalæsi! Munurinn á UMS og HH Við tökum heils hugar undir það með UMS að embætti hans annars vegar og Hagsmunasamtök heimilanna hins vegar, gegna ólíkum hlutverkum. Það þýðir þó ekki að með samanburði sé verið að bera saman epli og kiwi eins og hún hélt fram, heldur erum við einmitt að benda hversu misjöfn áhersla á þessi tvö ólíku hlutverk kemur fram í fjárveitingum hins opinbera. Munurinn á UMS annars vegar og Hagsmunasamtökum heimilanna hins vegar, kristallast m.a. í eftirfarandi atriðum. Það er veitt milljörðum í þau úrræði sem heyra undir UMS en bara brotabrot (0,004%) af því í starfsemi HH. HH hafa ekki fjármagn til að fara í nauðsynlega dómsmál en UMS hefur ekki lagaheimildir til að fara í dómsmál. Hjá HH er engum sem sækist eftir aðstoð synjað um hana, heldur fær hvert tilvik sérstaka greiningu þar sem reynt er að finna leiðir að lausnum, hverjar sem þær gætu verið á meðan greining UMS á umsóknum miðast eingöngu við þau lögbundnu úrræði sem heyra undir embættið, þ.e. greiðsluaðlögun, styrk vegna skiptakostnaðar eða ráðgjöf um endurskipulagningu skulda. Meira en helmingi umsókna hjá UMS er hafnað. Lögfræðiráðgjöf eða réttaraðstoð ekki innifalin í úrræðum UMS, en er aftur á móti í öndvegi þeirrar greiningar og ráðlegginga sem HH veita neytendum á fjármálamarkaði. Samkvæmt þessu er næstum því um andstæð samtök að ræða og vandséð hvað samstarf ætti að snúast um. UMS segist bjóða samstarf en það á greinilega að vera á hennar forsendum. HH eru velkomin til hennar og þá getum “við unnið saman að því að breyta kerfinu” segir hún. En málið er að hún er ekkert að breyta kerfinu, hún gekk bara inn í það og það munu Hagsmunasamtökin aldrei gera, þannig að samstarfsflöturinn er alls ekki augljós og það hefur samstarfsvilji hennar ekki heldur verið. Ef UMS vill virkilega leggja sitt af mörkum breyta til að kerfinu væri fín byrjun að styðja opinberlega þá sjálfsögðu kröfu Hagsmunasamtakanna að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna. Þá væri kannski komin flötur fyrir samræður. Hvar liggja áherslur stjórnvalda? Í 11 ár hafa Hagsmunasamtökin: Barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði hvort sem það felur í sér málaferli, greinaskrif, eða aðstoð við þá sem telja á sér brotið. Veitt stjórnvöldum aðhald varðandi málefni neytenda á fjármálamarkaði, t.d. með því að: - átt fundi með ráðherrum/alþingismönnum/þingflokkum/nefndum eða hverjum þeim sem málin varða, um málefni heimilanna og réttindi neytenda á fjármálamarkaði, eins og samtökin hafa gert hingað til - sent frá sér vandaðar umsagnir um þingmál og frumvörp eins og samtökin hafa gert hingað til - boðið fram fulltrúa sína til að taka sæti í nefndum á vegum stjórnvalda sem fjalla um málefni heimilanna og/eða réttindi þeirra á fjármálamarkaði. Þetta boð er aldrei þegið en í þessum sömu nefndum eiga fjármálafyrirtækin sína fulltrúa Veitt óháða ráðgjöf til þeirra sem standa í fasteignakaupum, um réttindi þeirra og hagstæðar leiðir í lánamálum. Aðstoðað skuldara sem lenda í nauðungarsöluferli - Kynnt þeim réttindi sín því það er verulegur misbrestur á að sýslumannsembættin sinni því - mætt með þeim í fyrirtökur ef þörf er á - farið yfir úthlutanargerðir sem og útreikninga gerðarbeiðanda á skuldinni Öllu þessu hafa Hagsmunasamtökin sinnt í sjálfboðavinnu og af hugsjón í 11 ár. Fyrir vikið hafa nokkrir ráðherrar rétt að þeim „smáræði“ hér og þar, eða að meðaltali 1,8 milljónir á ári, sem hrekkur ekki fyrir miklu. Á meðan hefur UMS fengið að meðaltali 555 milljónir á ári fyrir að leiða fólk eins og lömb til slátrunnar undir kröfur bankanna sem hafa hagnast um 650 milljarða á þessum sama tíma Hagsmunasamtökin hafa hjálpað a.m.k. jafn mörgum og UMS og sennilega fleirum. Sé beitt samskonar meðaltalsreikningi á HH og við beitum á UMS og miðað við að fjöldin sé sá sami, þá hefur hver einstaklingur sem HH hefur hjálpað kostað 5000 krónur á móti 930.000 krónum hjá UMS. Munurinn er 186 faldur. Það er einhversstaðar alveg hræðilega vitlaust gefið og því þarf að breyta! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. -
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun