Með velferð barna að vopni Karen Nordquist Ragnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 08:30 Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun