Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 11:30 Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann brons. EPA/GEORG HOCHMUTH Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni
Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira