Enski boltinn

Mourinho: Hugurinn 100 prósent hjá Tottenham

Jose Mourinho stýrði Chelsea þrisvar til Englandsmeistaratitils
Jose Mourinho stýrði Chelsea þrisvar til Englandsmeistaratitils vísir/getty

Jose Mourinho segir hug sinn vera hundrað prósent hjá Tottenham og hann hafi ekkert hugarrými fyrir fyrrum félög.

Tottenham mætir Chelsea í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, en Mourinho var knattspyrnustjóri Chelsea og vann með félaginu þrjá Englandsmeistaradeildartitla og bikartitil.

Mourinho var tvisvar við stjórnvöllinn hjá Chelsea og í seinna skiptið lét hann þau orð falla að hann myndi aldrei geta stýrt Tottenham í ljósi tengsla sinna við Chelsea.

Fjórum árum síðar er hann í stjórastólnum hjá þeim hvítu.

„Ég er 100 prósent hjá Tottenham. Ég hef alltaf verið 100 prósent hjá því félagi sem ég stýri,“ sagði Mourinho.

Spurður hvort hann gæti komist yfir það mæta sínu fyrrum félagi sagði hann: „Já, að sjálfsögðu. Sumir aðrir geta það kannski ekki en ég get það. Fyrir mér er þetta bara leikur.“

„Það er ekkert pláss fyrir fyrrum félög.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×