Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 14:17 Bjarki Gunnlaugsson og Guðjón Þórðarson þekkjast vel enda báðir dáðir synir Skagans. Bjarki lék undir stjórn Guðjóns bæði hjá ÍA og í landsliðinu. Samsett/A&B/Getty „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan. Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira