„Menn eru búnir að læra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 09:08 Arnar Gunnlaugsson segir liðið komið lengra á veg en í síðustu landsleikjum. vísir Arnar Gunnlaugsson fór illa af stað í starfi sem landsliðsþjálfari með tveimur töpum gegn Kósovó en segir liðið komið lengra á veg núna. Framundan í kvöld er æfingaleikur gegn Skotlandi fyrir framan fimmtíu þúsund manns á hinum sögufræga Hampden Park. Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira