„Menn eru búnir að læra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 09:08 Arnar Gunnlaugsson segir liðið komið lengra á veg en í síðustu landsleikjum. vísir Arnar Gunnlaugsson fór illa af stað í starfi sem landsliðsþjálfari með tveimur töpum gegn Kósovó en segir liðið komið lengra á veg núna. Framundan í kvöld er æfingaleikur gegn Skotlandi fyrir framan fimmtíu þúsund manns á hinum sögufræga Hampden Park. Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn