„Menn eru búnir að læra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 09:08 Arnar Gunnlaugsson segir liðið komið lengra á veg en í síðustu landsleikjum. vísir Arnar Gunnlaugsson fór illa af stað í starfi sem landsliðsþjálfari með tveimur töpum gegn Kósovó en segir liðið komið lengra á veg núna. Framundan í kvöld er æfingaleikur gegn Skotlandi fyrir framan fimmtíu þúsund manns á hinum sögufræga Hampden Park. Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Arnar segir liðið hafa lítinn tíma saman til að æfa hans áhersluatriði, en æfingar síðustu daga gefi góð merki. Í síðustu landsleikjum var upplegg liðsins afar áhugavert og töluvert gagnrýnt, en nú hefur meiri tími gefist til að finna út úr hlutunum. „Svaka pakki sem þeir fengu í hendurnar í síðasta glugga þannig að núna höldum við bara áfram með þann pakka. Menn eru búnir að læra og ég sé það á æfingum og í hugarfari að menn eru komnir aðeins lengra en í síðasta glugga“ sagði Arnar í gær, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir leikinn gegn Skotlandi Ólíkt síðasta landsliðsverkefni gat liðið byrjað strax að æfa á fullu, flestir leikmenn voru að koma úr fríi frekar en keppni með sínum félagsliðum. „Núna gátum við byrjað strax á fyrsta degi, sem var mjög gott. Það var margt til að fara yfir en ég er mjög ánægður með þennan glugga hingað til“ sagði Arnar. Landsliðsþjálfaranum leist afar vel á leikinn gegn Skotlandi á Hampden Park, sögufrægum velli þar sem um fimmtíu þúsund áhorfendur verða í kvöld. Skotar búa yfir sterku liði með marga leikmenn sem unnu titla með sínum félagsliðum á liðnu tímabili. Arnar telur Scott McTominay sérstaklega hættulegan. „Hann er í því hlutverki hjá Skotum að fara inn í teiginn og taka við fyrirgjöfum. Það eru mörk í honum eins og menn hafa kannski tekið eftir í vetur með Napoli. Sérstaklega þegar fyrirgjafir koma verðum við að vera vel vakandi yfir hans staðsetningu. Hann er mjög öflugur“ sagði Arnar um besta leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar og nefndi einnig Andy Robertson, Billy Gilmour og John McGinn sem leikmenn sem þarf að hafa góðar gætur á. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira