Föstur geta haft jákvæð áhrif á heilsuna Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 13:15 Margir takmarka neyslu matar við ákveðna tíma dagsins. Vísir/Getty Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn. Heilsa Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Sjá meira
Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn.
Heilsa Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Sjá meira