Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 10:06 Tvíburaturnarnir þann 9. september árið 2001. Wikimedia Commons/Michael Foran Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“