Lífið

Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúð­kaup“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sunna deildi gleðitíðindunum á Instagram í gær og birti fallegar myndir frá deginum.
Sunna deildi gleðitíðindunum á Instagram í gær og birti fallegar myndir frá deginum.

Sunna Ben Guðrúnardóttir, plötusnúður og ljósmyndari, og Andri Freyr Þorgeirsson, tónlistarmaður, létu pússa sig saman við litla og persónulega athöfn þann 22. nóvember síðastliðinn.

Sunna deildi gleðitíðindunum á Instagram í gær og birti fallegar myndir frá deginum. 

„Á laugardaginn, þann 22.11.25, héldum við Andri minn ponsulítið brúðkaup og það var best ❤️ Takk fyrir okkur!“ skrifaði Sunna við færsluna.

Playmo-fígúrur og Gogo Starr

Þrátt fyrir að um lítið brúðkaup hafi verið að ræða var ljóst að gleðin hafi verið við völd.

Synir hjónanna tóku þátt í veislunni ásamt fjölskyldu og vinum, en auk þeirra mætti dragdrottningin Gogo Starr í sínu fínasta pússi og skemmti viðstöddum.

Á boðstólum voru fallegar kökur, meðal annars þriggja hæða græn brúðarterta með tveimur Playo-fígúrum á toppnum, glæsileg kransakaka, íslenskar pönnukökur og makkarónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.