Sambærilegt því að spila með Real Madrid Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 20:00 Ari Bragi Kárason tónlistarmaður fer eigin leiðir og nýtur lífsins með fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. Aðsend „Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu. Ari Bragi er 36 ára gamall og býr í Kaupmannahöfn með hans heittelskuðu Dórótheu Jóhannesdóttur, sölustjóra og íþróttadrottningu sem er fædd árið 1994. Saman eiga þau tvö börn, dótturina Ellen Ingu og soninn Einar Frey. Falleg fjölskylda!Aðsend Hvað varð til þess að þú fluttir til Danmerkur? „Ellen Inga stelpan okkar Dórótheu var nýfædd á meðan það grasseraði mikil flensa í heiminum þannig að við vorum þrjú innilokuð nokkuð mikið þarna 2020. Þarna var ég líka að enda minn stutta en tiltölulega viðburðaríkan íþróttaferil og það vill oft verða þannig held ég að þegar stórar breytingar eiga sér stað í lífinu fer maður að skoða hlutina upp á nýtt og meta. Dóróthea ákvað að skella sér í meistaranám þegar hennar fæðingarorlof var að klárast og við settum íbúðina okkar í leigu á Íslandi og fengum íbúð á besta stað í Frederiksberg í Kaupmannahöfn. Það var eiginlega alveg galið hvað það tók við okkur dásamlegur tími þarna um leið og við komum út. Seinni parturinn af danska sumrinu tók okkur opnum örmum og við bæði trúðum ekki hvað lífið hérna virtist eitthvað einfalt, rólegt og þægilegt.“ Fjölskyldan nýtur þess til hins ítrasta að vera úti. Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Það var nokkuð auðvelt fyrir mig því ég var mjög ungur þegar ég flutti einn til New York til þess að fara í háskóla og þess vegna var ég búinn að slíta þennan íslenska naflastreng áður. „Það var kannski meiri áskorun fyrir Dórótheu að kýla á þetta en þetta var upphaflega hennar hugmynd að vilja prófa að búa einhvers staðar erlendis einhvern tíma. Upphaflega var planið að prófa þetta í smá stund búa hérna en svo gerðust hérna hlutir úti sem hafa verið þess valdandi að það hefur heldur betur dregist.“ Ari Bragi flutti til New York átján ára gamall og hefur komið víða við í tónlistinni. Rico Feldfoss Hvað hefurðu búið þar lengi? „Við erum búin að búa hérna núna í að verða fimm ár. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og mér finnst við oft vera nýflutt. Við erum reyndar dugleg að fara til Íslands og fáum oft fólkið okkar í heimsókn til okkar líka.“ View this post on Instagram A post shared by Ari Karason - (Ari Bragi Karason) (@ari__karason) Hvað ertu að gera þar? „Ég er svo ótrúlega heppinn að hafa fengið stöðu í DRBB, Danish Radio Big Band, sem er ein besta jazz orchestra í heiminum.“ Til þess að setja það í samhengi við eitthvað þá er að það eins og að spila fótbolta með Real Madrid. „Þannig hef ég komist í kynni við alveg risastóran hóp tónlistarfólks og fengið alls konar tækifæri að koma fram og spila með stærstu stjörnum Danmerkur. Það mætti segja að ef sú hurð hefði ekki opnast fyrir mig þá værum við að öllum líkindum löngu flutt aftur til baka til Íslands. Ég hef líka verið að spila í hljómsveit eins vinsælasta sjónvarpsþátt Dana sem heitir Vild Med Dans og út frá því fengið nokkuð gott orðspor.“ Ari hefur fengið gott orðspor bæði fyrir að spila í raunveruleikaþáttum í Danmörku og í DRBB, Danish Radio Big Band, sem er ein besta jazz strengjasveit í heimi.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? „Daglega lífið er nokkuð óáreiðanlegt eins og við er að búast hjá tónlistarmanni kannski. Stundum er ég á æfingum í DR húsinu sem er úti á Amager, stundum er DRBB að túra og spila tónleika um landið. Stundum er ég að ferðast með öðrum verkefnum eða spila með öðrum hljómsveitum og þess vegna plönum við helst ekki nema hálft ár fram í tímann. Annars vöknum við fjölskyldan hér snemma, förum í leikskólann og svo pössum við upp á að njóta þess að vera hérna saman og vera úti. Ég er með stúdíóið mitt líka hérna rétt hjá heimilinu þar sem ég nýti tíma til að taka upp tónlist fyrir mig sjálfan eða vinna í verkefnum með öðrum.“ Dagarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir hjá Ara Braga.Aðsend Hvenær byrjaðir þú í tónlist og hvað varð til þess? „Ég var mjög ungur mikið í kringum lifandi tónlist því að pabbi minn er tónlistarkennari og var ég alltaf mikið í kringum hann sem krakki. Það var svo svona um ellefu ára aldur sem þar sem þessi eldur virkilega kviknaði í mér. Þá fór ég að hlusta á dýpri máta og aðhyllast tónlist sem var kannski ekki tónlistin sem vinirnir voru að hlusta á. Ég á minningu um að hafa stolist til að taka með mér geislaspilara og heyrnartól í skólann til þess að geta hlustað á geisladisk í frímínútum þegar ég var í Melaskóla.“ Á meðan aðrir fóru út að leika sér sat ég einn úti í horni og hlustaði á „Kind of Blue“ með Miles Davis. Eðlilegt. Ari Bragi var ungur þegar hann heillaðist algjörlega að tónlistinni og hlustaði óspart á tóna sem jafnaldrar hans tengdu kannski ekki við.Aðsend Hvað ertu búinn að vera að gera undanfarið? „Eftir að flutti til Danmerkur hef ég náð að hrista af mér hlekkina hvað varðar að búa til mína eigin tónlist undir eigin nafni og því hef ég verið að vinna í því núna í nokkur ár að búa mér til efni sem ég ánægður með. Ég hef líka verið að taka þátt í samstörfum með tónlistarfólki sem ég tengi við og gefið út efni með þeim. Þetta er eitthvað sem ég elska að gera í dag en verð að viðurkenna að ég var alltaf skíthræddur við tilhugsunina. Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér, um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega. Ég sá á einhverjum tímapunkti eftir að við komum hérna út að það var nauðsynlegt að taka keppnisorkuna úr íþróttunum og setja hana í keppnina við innri manninn í mér hvað þetta varðar. Núna hef ég verið að gera alls konar tónlist með frábæru tónlistarfólki frá öllum geirum tónlistarlífsins bæði hér í Danmörku og á Íslandi og gefið út undir eigin nafni eða í samstarfi með öðrum.“ Ari Bragi náði að ögra sér í tónlistinni og fara að gefa út undir eigin nafni.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? „Hvað varðar lífsgæði verð ég að segja hvað öll þessi útivera og rólegheit gera fjölskyldustundirnar góðar og margar. Ellen Inga dóttir okkar er á svokölluðum útileikskóla þar sem allt fer fram utandyra og það hefur kennt manni ýmislegt um sjálfan sig. Til dæmis hversu mikilvægt það er fyrir sálina að vera undir berum himni. Krakkarnir bera það utan á sér betur en við fullorðnu. Ég kemst ekki upp með það lengur að líta fram hjá því, ég hugsaði ekkert um þetta áður en ég eignaðist börn og eftir að ég sá þessi lífsgildi með að vera úti. Bíllausi lífstíllinn hefur líka sína kosti hérna og við nýtum það eins mikið og við getum á meðan við komumst upp með það. Hvað varðar mína vinnu og mig sjálfan þá hef ég fundið hvað það er gott að fara í annað umhverfi og fá nýjar áskoranir til þess að takast við. DRBB hefur verið staður fyrir mig til þess að vaxa upp á nýtt bæði sem hljóðfæraleikari og tónlistarmaður því bandið kallar á mikla getu og hæfni, oft alveg við mín þolmörk.“ Þess vegna hefur mig aldrei langað meira til þess að bæta mig og æfa mig á hljóðfærið mitt heldur en núna. „Það eitt og sér hefur verið mikil gjöf inn í mitt líf og auðgað mig á allan hátt.“ Feðginin Ellen og Ari Bragi á góðri stundu en lífið úti hefur stækkað Ara gríðarlega sem manneskju.Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? „Já oft. Á síðasta ári bættist líka við litla kjarnorkuverið okkar hann Einar Freyr Arason og því kemur það oft með börnin sín að maður sé að missa af einhverju heima á Íslandi. Stundum saknar maður líka ákveðins hversdagsleika og það að geta farið svona í heimsókn með engum fyrirvara til fjölskyldu eða vina. Þetta eru oft erfiðar áskoranir og tilfinningar fyrir okkur en við reynum bæði að gera sem allra mest í því að tala um það og finna hvað við getum gert til þess að öllum líði sem best.“ Það er reyndar alveg ótrúlega merkilegt að ég sakna þess sama við Ísland búandi hérna eins og þegar ég bjó átján ára gamall í New York. Lambakjöt, sund og fjöllin. Fjölskyldan saknar stundum hversdagsleikans á Íslandi og sömuleiðis saknar Ari sundlauga, fjalla og lambakjöts.Aðsend Hvað er framundan? „Ég er að gefa út þrjár plötur á næsta ári. Já, þrjár. Ég tók þær upp með dönskum tónlistarmönnum fyrr á þessu ári og hef verið að vinna í því að klára þær sjálfur á meðan ég er á flugvöllum, í rútu eða á hótelherbergjum einhvers staðar um heiminn. Þær eru allar tilbúnar og eru að mjatla út. Tvær af þessum eru með tökulögum sem eru ekki eftir mig en ein af þeim er með öllum lögum frumsömdum eftir mig. Ég hlakka mikið til að deila þessu og leyfa fólki að heyra. Ég hlakka líka til þess að vinna með DRBB á þessu ári og við í bandinu erum að fara á tónleikaferðalag til Bandaríkjanna í byrjun næsta árs.“ Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? „Við flytjum einhvern tíma aftur til baka, það er alveg öruggt. Spurning hvenær er aftur á móti allt annað mál.“ Tónleikar á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Sjá meira
Ari Bragi er 36 ára gamall og býr í Kaupmannahöfn með hans heittelskuðu Dórótheu Jóhannesdóttur, sölustjóra og íþróttadrottningu sem er fædd árið 1994. Saman eiga þau tvö börn, dótturina Ellen Ingu og soninn Einar Frey. Falleg fjölskylda!Aðsend Hvað varð til þess að þú fluttir til Danmerkur? „Ellen Inga stelpan okkar Dórótheu var nýfædd á meðan það grasseraði mikil flensa í heiminum þannig að við vorum þrjú innilokuð nokkuð mikið þarna 2020. Þarna var ég líka að enda minn stutta en tiltölulega viðburðaríkan íþróttaferil og það vill oft verða þannig held ég að þegar stórar breytingar eiga sér stað í lífinu fer maður að skoða hlutina upp á nýtt og meta. Dóróthea ákvað að skella sér í meistaranám þegar hennar fæðingarorlof var að klárast og við settum íbúðina okkar í leigu á Íslandi og fengum íbúð á besta stað í Frederiksberg í Kaupmannahöfn. Það var eiginlega alveg galið hvað það tók við okkur dásamlegur tími þarna um leið og við komum út. Seinni parturinn af danska sumrinu tók okkur opnum örmum og við bæði trúðum ekki hvað lífið hérna virtist eitthvað einfalt, rólegt og þægilegt.“ Fjölskyldan nýtur þess til hins ítrasta að vera úti. Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Það var nokkuð auðvelt fyrir mig því ég var mjög ungur þegar ég flutti einn til New York til þess að fara í háskóla og þess vegna var ég búinn að slíta þennan íslenska naflastreng áður. „Það var kannski meiri áskorun fyrir Dórótheu að kýla á þetta en þetta var upphaflega hennar hugmynd að vilja prófa að búa einhvers staðar erlendis einhvern tíma. Upphaflega var planið að prófa þetta í smá stund búa hérna en svo gerðust hérna hlutir úti sem hafa verið þess valdandi að það hefur heldur betur dregist.“ Ari Bragi flutti til New York átján ára gamall og hefur komið víða við í tónlistinni. Rico Feldfoss Hvað hefurðu búið þar lengi? „Við erum búin að búa hérna núna í að verða fimm ár. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og mér finnst við oft vera nýflutt. Við erum reyndar dugleg að fara til Íslands og fáum oft fólkið okkar í heimsókn til okkar líka.“ View this post on Instagram A post shared by Ari Karason - (Ari Bragi Karason) (@ari__karason) Hvað ertu að gera þar? „Ég er svo ótrúlega heppinn að hafa fengið stöðu í DRBB, Danish Radio Big Band, sem er ein besta jazz orchestra í heiminum.“ Til þess að setja það í samhengi við eitthvað þá er að það eins og að spila fótbolta með Real Madrid. „Þannig hef ég komist í kynni við alveg risastóran hóp tónlistarfólks og fengið alls konar tækifæri að koma fram og spila með stærstu stjörnum Danmerkur. Það mætti segja að ef sú hurð hefði ekki opnast fyrir mig þá værum við að öllum líkindum löngu flutt aftur til baka til Íslands. Ég hef líka verið að spila í hljómsveit eins vinsælasta sjónvarpsþátt Dana sem heitir Vild Med Dans og út frá því fengið nokkuð gott orðspor.“ Ari hefur fengið gott orðspor bæði fyrir að spila í raunveruleikaþáttum í Danmörku og í DRBB, Danish Radio Big Band, sem er ein besta jazz strengjasveit í heimi.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? „Daglega lífið er nokkuð óáreiðanlegt eins og við er að búast hjá tónlistarmanni kannski. Stundum er ég á æfingum í DR húsinu sem er úti á Amager, stundum er DRBB að túra og spila tónleika um landið. Stundum er ég að ferðast með öðrum verkefnum eða spila með öðrum hljómsveitum og þess vegna plönum við helst ekki nema hálft ár fram í tímann. Annars vöknum við fjölskyldan hér snemma, förum í leikskólann og svo pössum við upp á að njóta þess að vera hérna saman og vera úti. Ég er með stúdíóið mitt líka hérna rétt hjá heimilinu þar sem ég nýti tíma til að taka upp tónlist fyrir mig sjálfan eða vinna í verkefnum með öðrum.“ Dagarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir hjá Ara Braga.Aðsend Hvenær byrjaðir þú í tónlist og hvað varð til þess? „Ég var mjög ungur mikið í kringum lifandi tónlist því að pabbi minn er tónlistarkennari og var ég alltaf mikið í kringum hann sem krakki. Það var svo svona um ellefu ára aldur sem þar sem þessi eldur virkilega kviknaði í mér. Þá fór ég að hlusta á dýpri máta og aðhyllast tónlist sem var kannski ekki tónlistin sem vinirnir voru að hlusta á. Ég á minningu um að hafa stolist til að taka með mér geislaspilara og heyrnartól í skólann til þess að geta hlustað á geisladisk í frímínútum þegar ég var í Melaskóla.“ Á meðan aðrir fóru út að leika sér sat ég einn úti í horni og hlustaði á „Kind of Blue“ með Miles Davis. Eðlilegt. Ari Bragi var ungur þegar hann heillaðist algjörlega að tónlistinni og hlustaði óspart á tóna sem jafnaldrar hans tengdu kannski ekki við.Aðsend Hvað ertu búinn að vera að gera undanfarið? „Eftir að flutti til Danmerkur hef ég náð að hrista af mér hlekkina hvað varðar að búa til mína eigin tónlist undir eigin nafni og því hef ég verið að vinna í því núna í nokkur ár að búa mér til efni sem ég ánægður með. Ég hef líka verið að taka þátt í samstörfum með tónlistarfólki sem ég tengi við og gefið út efni með þeim. Þetta er eitthvað sem ég elska að gera í dag en verð að viðurkenna að ég var alltaf skíthræddur við tilhugsunina. Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér, um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega. Ég sá á einhverjum tímapunkti eftir að við komum hérna út að það var nauðsynlegt að taka keppnisorkuna úr íþróttunum og setja hana í keppnina við innri manninn í mér hvað þetta varðar. Núna hef ég verið að gera alls konar tónlist með frábæru tónlistarfólki frá öllum geirum tónlistarlífsins bæði hér í Danmörku og á Íslandi og gefið út undir eigin nafni eða í samstarfi með öðrum.“ Ari Bragi náði að ögra sér í tónlistinni og fara að gefa út undir eigin nafni.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? „Hvað varðar lífsgæði verð ég að segja hvað öll þessi útivera og rólegheit gera fjölskyldustundirnar góðar og margar. Ellen Inga dóttir okkar er á svokölluðum útileikskóla þar sem allt fer fram utandyra og það hefur kennt manni ýmislegt um sjálfan sig. Til dæmis hversu mikilvægt það er fyrir sálina að vera undir berum himni. Krakkarnir bera það utan á sér betur en við fullorðnu. Ég kemst ekki upp með það lengur að líta fram hjá því, ég hugsaði ekkert um þetta áður en ég eignaðist börn og eftir að ég sá þessi lífsgildi með að vera úti. Bíllausi lífstíllinn hefur líka sína kosti hérna og við nýtum það eins mikið og við getum á meðan við komumst upp með það. Hvað varðar mína vinnu og mig sjálfan þá hef ég fundið hvað það er gott að fara í annað umhverfi og fá nýjar áskoranir til þess að takast við. DRBB hefur verið staður fyrir mig til þess að vaxa upp á nýtt bæði sem hljóðfæraleikari og tónlistarmaður því bandið kallar á mikla getu og hæfni, oft alveg við mín þolmörk.“ Þess vegna hefur mig aldrei langað meira til þess að bæta mig og æfa mig á hljóðfærið mitt heldur en núna. „Það eitt og sér hefur verið mikil gjöf inn í mitt líf og auðgað mig á allan hátt.“ Feðginin Ellen og Ari Bragi á góðri stundu en lífið úti hefur stækkað Ara gríðarlega sem manneskju.Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? „Já oft. Á síðasta ári bættist líka við litla kjarnorkuverið okkar hann Einar Freyr Arason og því kemur það oft með börnin sín að maður sé að missa af einhverju heima á Íslandi. Stundum saknar maður líka ákveðins hversdagsleika og það að geta farið svona í heimsókn með engum fyrirvara til fjölskyldu eða vina. Þetta eru oft erfiðar áskoranir og tilfinningar fyrir okkur en við reynum bæði að gera sem allra mest í því að tala um það og finna hvað við getum gert til þess að öllum líði sem best.“ Það er reyndar alveg ótrúlega merkilegt að ég sakna þess sama við Ísland búandi hérna eins og þegar ég bjó átján ára gamall í New York. Lambakjöt, sund og fjöllin. Fjölskyldan saknar stundum hversdagsleikans á Íslandi og sömuleiðis saknar Ari sundlauga, fjalla og lambakjöts.Aðsend Hvað er framundan? „Ég er að gefa út þrjár plötur á næsta ári. Já, þrjár. Ég tók þær upp með dönskum tónlistarmönnum fyrr á þessu ári og hef verið að vinna í því að klára þær sjálfur á meðan ég er á flugvöllum, í rútu eða á hótelherbergjum einhvers staðar um heiminn. Þær eru allar tilbúnar og eru að mjatla út. Tvær af þessum eru með tökulögum sem eru ekki eftir mig en ein af þeim er með öllum lögum frumsömdum eftir mig. Ég hlakka mikið til að deila þessu og leyfa fólki að heyra. Ég hlakka líka til þess að vinna með DRBB á þessu ári og við í bandinu erum að fara á tónleikaferðalag til Bandaríkjanna í byrjun næsta árs.“ Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? „Við flytjum einhvern tíma aftur til baka, það er alveg öruggt. Spurning hvenær er aftur á móti allt annað mál.“
Tónleikar á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Sjá meira