Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2019 22:45 Vilhjálmur Benediktsson, framkvæmdastjóri Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00