Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2019 22:45 Vilhjálmur Benediktsson, framkvæmdastjóri Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sýnt á Stöð 2 fréttamyndir af fiskeldiskvíum í Patreksfirði. Það sem við vissum ekki þá er að þær eru íslensk smíði, raunar austfirsk, nánar tiltekið frá Rán bátasmiðju á Djúpavogi. Fiskeldiskvíar í Patreksfirði voru smíðaðar á Djúpavogi.Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Benediktsson segir að þrjú íslensk fiskeldisfyrirtæki hafi til þessa keypt af þeim milli sextíu og sjötíu kvíar; Laxar á Reyðarfirði, Arnarlax og það sem áður hét Dýrfiskur, nú Arctic Fish. Rán sérsmíðar einnig báta fyrir fiskeldið og hefur þegar selt fjóra slíka. „Ég byrjaði með þetta sem þjónustubáta fyrir eldi, sterka báta og endingargóða,“ segir Vilhjálmur. Bátur frá Rán í höfninni á Djúpavogi. Hann var smíðaður fyrir Fiskeldi Austfjarða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Og þetta skapar atvinnu fyrir drjúgan fjölda starfsmanna. „Við höfum mest verið tólf. Við erum venjulega svona átta þegar við erum að smíða kvíar. Tíu þegar við erum að smíða bát samtímis með kvíum.“ -Telst það ekki nokkuð stórt fyrirtæki á Djúpavogi? „Já, kannski. Jú, eiginlega.“ Starfsmenn bátasmiðjunnar eru að jafnaði í kringum tíu talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er dæmi um afleidd störf sem orðið hafa til með vexti fiskeldis hérlendis. „Já, það eru þessi störf sem tengjast, - þau eru ótrúlega mörg, sem margir kannski átta sig ekki á. Sprotarnir geta farið víða,“ segir Vilhjálmur Benediktsson á Djúpavogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00