Ensku blöðin fjalla um möguleg kaup Man. United á Erling Håland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 10:30 Hvar endar Erling Braut Håland? Getty/Michael Regan Allt bendir til þess að Red Bull Salzburg selji norska framherjann Erling Braut Håland í janúar og hann er stöðugt orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Ensku blöðin fjölluðu mikið um þessi hugsanlegu kaup í morgun. Metro slær því upp að Erling Braut Håland vilji koma til Manchester United en aðeins ef að stjórnarformaðurinn Ed Wood fullvissi hann um það að framtíð knattspyrnstjórans Ole Gunnars Solskjær sé tryggð. Ole Gunnar var orðinn valtur í sessi á dögunum en sigrar á Tottenham og Manchester City gáfu honum meiri starfsfrið. Manchester United are reportedly confident they can sign Red Bull Salzburg striker Erling Braut Haaland for £76m in January. It's in the football gossip https://t.co/jQXdFJnxjH#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P3ythw7XO7— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Daily Mail og Sun segja að Manchester United sé bjartsýnt á að geta keypt Erling Braut Håland fyrir 76 milljónir punda í janúar ef að félagið er síðan tilbúið að lána hann aftur til Red Bull Salzburg fram á vor. Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki of ánægðir með slíkt fyrirkomulag enda þarf United á Håland að halda sem fyrst þar sem breiddin er ekki mikil hjá liðinu hvað varðar framherja. 'For Solskjaer to recruit four players without one of them being a midfielder would be negligent.' #mufchttps://t.co/BVuMuMTNQp— Man United News (@ManUtdMEN) December 18, 2019 Kicker segir einnig frá því að Leipzig sé búið að staðfesta að félagið hafi gert tilboð í norska framherjann. Þar kemur fram að það sé hægt að kaupa samning Håland við Red Bull Salzburg fyrir tuttugu milljónir punda en að Salzburg vilji fá nær 60 milljónum punda fyrir hann og að austurríska félagið vonist eftir því að mörg lið bjóði í hann. Express heldur því fram að Erling Braut Håland sjálfur hafi óskað eftir sölu í janúar og að fjögur félög ætli að bjóða í hann. Håland á jafnframt að hafa sagt United að hann vilji vera fastamaður í liðinu eigi hann að koma þangað. Erling Braut Haaland is playing with us... Read the whole thread to understand! Look at the location and his clothes when this photos are taken, look at his poses when he "sign" Napoli, Leeds, Salzburg, Molde shirts! pic.twitter.com/RUSgVOXhy8— United Daily (@UnitedDaily9) December 17, 2019 Daily Mail segir frá stríðni Erling Braut Håland sem birti mynd af sér að árita Manchester United treyju en seinna komu inn myndir af honum að árita treyjur Leeds, Napoli og RB Salzburg. Håland situation, right now... Bid from Man United. Bid from Juventus. Bid from Leipzig. Bid from Borussia Dortmund. He’s going to decide soon with his family and Raiola. Ole knows he wants to play. He wants to be a starter. That will be the key of his next move.#Haaland— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2019 Fabrizio Romano er oft fyrstur með fréttirnar og hann telur að Manchester United, Juventus, Leipzig og Borussia Dortmund hafi öll boðið í Norðmanninn en að Erling Braut Håland ætli að ákveða sig með því að ræða við fjölskyldu sína og umboðsmanninn Raiola. Það eru ekki margir dagar í að glugginn opnist og það verður fróðlegt að sjá hvaða treyju Erling Braut Håland klæðist á seinni hluta tímabilsins. Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Allt bendir til þess að Red Bull Salzburg selji norska framherjann Erling Braut Håland í janúar og hann er stöðugt orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Ensku blöðin fjölluðu mikið um þessi hugsanlegu kaup í morgun. Metro slær því upp að Erling Braut Håland vilji koma til Manchester United en aðeins ef að stjórnarformaðurinn Ed Wood fullvissi hann um það að framtíð knattspyrnstjórans Ole Gunnars Solskjær sé tryggð. Ole Gunnar var orðinn valtur í sessi á dögunum en sigrar á Tottenham og Manchester City gáfu honum meiri starfsfrið. Manchester United are reportedly confident they can sign Red Bull Salzburg striker Erling Braut Haaland for £76m in January. It's in the football gossip https://t.co/jQXdFJnxjH#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P3ythw7XO7— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Daily Mail og Sun segja að Manchester United sé bjartsýnt á að geta keypt Erling Braut Håland fyrir 76 milljónir punda í janúar ef að félagið er síðan tilbúið að lána hann aftur til Red Bull Salzburg fram á vor. Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki of ánægðir með slíkt fyrirkomulag enda þarf United á Håland að halda sem fyrst þar sem breiddin er ekki mikil hjá liðinu hvað varðar framherja. 'For Solskjaer to recruit four players without one of them being a midfielder would be negligent.' #mufchttps://t.co/BVuMuMTNQp— Man United News (@ManUtdMEN) December 18, 2019 Kicker segir einnig frá því að Leipzig sé búið að staðfesta að félagið hafi gert tilboð í norska framherjann. Þar kemur fram að það sé hægt að kaupa samning Håland við Red Bull Salzburg fyrir tuttugu milljónir punda en að Salzburg vilji fá nær 60 milljónum punda fyrir hann og að austurríska félagið vonist eftir því að mörg lið bjóði í hann. Express heldur því fram að Erling Braut Håland sjálfur hafi óskað eftir sölu í janúar og að fjögur félög ætli að bjóða í hann. Håland á jafnframt að hafa sagt United að hann vilji vera fastamaður í liðinu eigi hann að koma þangað. Erling Braut Haaland is playing with us... Read the whole thread to understand! Look at the location and his clothes when this photos are taken, look at his poses when he "sign" Napoli, Leeds, Salzburg, Molde shirts! pic.twitter.com/RUSgVOXhy8— United Daily (@UnitedDaily9) December 17, 2019 Daily Mail segir frá stríðni Erling Braut Håland sem birti mynd af sér að árita Manchester United treyju en seinna komu inn myndir af honum að árita treyjur Leeds, Napoli og RB Salzburg. Håland situation, right now... Bid from Man United. Bid from Juventus. Bid from Leipzig. Bid from Borussia Dortmund. He’s going to decide soon with his family and Raiola. Ole knows he wants to play. He wants to be a starter. That will be the key of his next move.#Haaland— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2019 Fabrizio Romano er oft fyrstur með fréttirnar og hann telur að Manchester United, Juventus, Leipzig og Borussia Dortmund hafi öll boðið í Norðmanninn en að Erling Braut Håland ætli að ákveða sig með því að ræða við fjölskyldu sína og umboðsmanninn Raiola. Það eru ekki margir dagar í að glugginn opnist og það verður fróðlegt að sjá hvaða treyju Erling Braut Håland klæðist á seinni hluta tímabilsins.
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti