Manchester City menn öskureiðir vegna baktjaldamakks Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 09:00 Mikel Arteta við hlið Pep Guardiola á varamannabekk Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11). Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11).
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira