Baráttan um Bretland Bjarni Halldór Janusson skrifar 4. desember 2019 09:00 Fimmtudaginn 12. desember ganga Bretar til kosninga. Verður þetta í fimmta sinn á rúmlega fimm árum sem breska þjóðin kýs. Síðast var kosið til breska þjóðþingsins árið 2017, eða ári eftir að breska þjóðin samþykkti útgöngu úr Evrópusambandinu. Til viðbótar má nefna aðrar þingkosningar og einnig nýlegar kosningar til Evrópuþings. Kosningaþreyta er eðlilegur fylgifiskur svo tíðra kosninga, en fátt bendir til þess að kosningaþátttakan verði dræmari að þessu sinni. Ef marka má fjölda nýskráðra kjósenda gæti kjörsókn jafnvel aukist í þessum kosningum, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Líklegt er að kosningaþreyta, vetrarkuldinn og tímasetning kosninganna verði til þess að draga úr þátttöku, en að sama skapi er líklegt að mikilvægi kosninganna og skautun stjórnmálanna (e. political polarization) ýti við kjósendum og komi þeim á kjörstaði. Raunar hefur kosningaþátttaka á Bretlandseyjum aukist jafnt og þétt frá árinu 2001, en hún var 59,4% árið 2001 en 68,7% árið 2017, sem er þó ívið minna en þátttakan frá síðari heimsstyrjöld og fram að aldamótum þegar hún var á bilinu 70-80%. Fjölflokkakerfi, eða hvað? Að öllu jöfnu eru breskar þingkosningar á fimm ára fresti, en vegna óstöðugleikans, sem einkennt hefur landslag breskra stjórnmála, virðist það undantekning fremur en regla. Í þingkosningunum verður kosið um 650 þingsæti í neðri deild þingsins. Þingmenn frá Englandi eru 533 talsins, þingmenn frá Skotlandi eru 59 talsins, þingmenn frá Wales 40 talsins og þá eru þingmenn frá Norður-Írlandi 18 talsins. Sætafjöldi flokka á þingi er sjaldan í algjöru samræmi við fylgi flokkanna, þar sem þingmenn 650 einmenningskjördæma eru kjörnir með einfaldri meirihlutakosningu, sem kann að hljóma sem öfugmæli en það merkir að sá sigrar sem hlýtur flest atkvæði, þó hann hafi ekki endilega meirihluta atkvæðanna á bak við sig. Breska kosningakerfið er merkilegt fyrir þær sakir að það er fjölflokkakerfi, en skilar þó sjaldan samsteypustjórnum og á þann hátt líkist það tvíflokkakerfi. Eingöngu einu sinni frá síðari heimsstyrjöld hefur breska ríkisstjórnin verið samsteypustjórn tveggja flokka, eða árið 2010 þegar miklar fylgisbreytingar urðu í kjölfar efnahagskreppunnar. Skautun stjórnmála virðist spila stærri þátt í kosningakerfum þar sem einmenningskjördæmi eru að finna, en það kann að skýra hvers vegna breskir kjósendur hafa tilhneigingu til að kjósa ýmist Íhaldsflokkinn eða Verkamannaflokkinn, en sjaldnar smærri flokka sem standa þeim til boða. Flokkaflóran í Bretlandi Fylgisbreytingar hafa verið miklar en þó hefur forysta Íhaldsflokksins verið áberandi um hríð og bendir allt til að Boris Johnson verði áfram forsætisráðherra Bretlands. Íhaldsflokkurinn hefur haldið völdum frá árinu 2010, en á því tímabili hafa þrír forsætisráðherrar stýrt bresku þjóðarskútunni. Fyrst David Cameron frá árinu 2010 til ársins 2015, síðar Theresa May frá 2015 til 2017 og loks Boris Johnson sem gegnir embættinu í dag. Frá því í júní 2019 hefur flokkurinn jafnt og þétt aukið fylgið sitt, en það var þá um 22% og mælist nú í byrjun desember með 44% fylgi. Sveiflur af þessu tagi hafa ekki verið algengar, en flokkurinn náði þó botninum þetta sumarið þegar Brexit-flokkurinn svonefndi hóf að sækja á sömu mið fyrir Evrópuþingkosningarnar í júlímánuði. Að öðru leyti hefur Íhaldsflokkurinn mælst með um og yfir 40% fylgi frá því í ágúst árið 2016, eða skömmu eftir kosningarnar um útgöngu frá Evrópusambandinu, en mælingar flokksins náðu þó hámarki þegar hann mældist með hátt í 47% fylgi sumarið 2017. Þá má nefna að flokkurinn mælist nú með 63% fylgi meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri. Flokkurinn hlaut 330 þingsæti árið 2015, en 318 þingsæti árið 2017. Nú hefur flokkurinn 298 þingmenn eftir miklar sviptingar, en nokkrum þingmönnum var vikið úr flokknum og enn aðrir yfirgáfu hann. Þar af má nefna níu þingmenn sem yfirgáfu Íhaldsflokkinn og ákváðu að ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Verkamannaflokkurinn er nú næst stærsti flokkur breskra stjórnmála. Hann var leiddi síðast ríkisstjórn undir forystu Tony Blair og síðar Gordon Brown á árabilinu 1997-2010. Frá árinu 2010 hefur flokkurinn verið stærstur í stjórnarandstöðu og veitt Íhaldsflokknum aðhald. Fylgi Verkamannaflokksins hefur þó tekið miklum breytingum frá síðustu tveimur þingkosningum. Eftir þingkosningarnar í maí 2015 mældist fylgi flokksins um og yfir 30% og þótti staða þeirra ágæt þar til fylgið hóf að lækka í ágúst 2016 og náði lægstu lægð í mars árið 2017 þegar það mældist ekki nema 26%. Í lok apríl tók fylgið við sér og í júlímánuði sama ár mældist flokkurinn stærstur með 43% fylgi. Fylgið tók miklum breytingum og hóf að lækka á ný í ársbyrjun 2019. Það náði lágmarki um sumarið þegar Evrópuþingkosningarnar stóðu yfir, en flokkurinn mældist þá með um 25% fylgi. Það hóf fyrst að taka við sér í lok október og mælist nú um 34%. Þá má nefna að flokkurinn mælist nú með 50% fylgi meðal þeirra sem eru á aldursbilinu 18-34 ára. Í þingkosningunum 2015 hlaut flokkurinn 232 þingsæti og árið 2017 hlaut hann 262 þingmenn kjörna. Frá kosningunum árið 1992 hafa Frjálslyndir demókratar verið þriðja stærsta aflið í breskum stjórnmálum, en flokkurinn var stofnaður árið 1988 eftir sameiningu Frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Frá stofnun hefur flokkurinn hlotið um 15-20% heildaratkvæða í hverjum kosningum, að síðustu kosningum undanskildum. Flokkurinn náði sínum besta árangri þingkosningarnar árið 2010 þegar hann hlaut 23% atkvæðanna og 57 þingsæti. Flokkurinn myndaði þá samsteypustjórn með Íhaldsflokknum, en það átti eftir að reynast flokknum dýrkeypt, þar sem hann hlaut eingöngu 7,9% atkvæða og 8 þingsæti kosningarnar árið 2015. Þingkosningarnar árið 2017 hlaut flokkurinn ekki nema 7,4% atkvæðanna, en hlaut þó 12 þingsæti. Nú mælist flokkurinn eingöngu með um 13% fylgi. Viðhorf breskra kjósenda virðist fremur neikvætt í garð Frjálslyndra demókrata, ekki síst viðhorf þeirra sem kusu flokkinn árið 2010 og sögðu síðar skilið við hann. Flokkurinn hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þátt sinn í niðurskurðarstefnu breskra yfirvalda, en einnig hefur flokkurinn glatað stuðningi háskólafólks eftir að áðurnefnd samsteypustjórn flokksins þrefaldaði skólagjöld við breska háskóla, þvert á áherslur og loforð flokksins í kosningabaráttu sinni. Skoski þjóðarflokkurinn er fjórða stærsta aflið í breskum stjórnmálum. Flokkurinn hlaut 3% greiddra atkvæða á Bretlandseyjum og 35 þingsæti í síðustu þingkosningum, en árið 2015 hlaut flokkurinn 4,7% atkvæðanna og 56 þingsæti. Árið 2015 hlaut hann helming greiddra atkvæða í Skotlandi og árið 2017 hlaut flokkurinn 36,9% greiddra atkvæða. Flokkurinn býður eingöngu fram í Skotlandi og þar eru færri kjósendur til að berjast um, en þó nokkur þingsæti sem standa flokkunum þar til boða. Leiðtogi flokksins er Nicola Sturgeon, sem er jafnframt leiðtogi skosku heimastjórnarinnar. Talið er að flokkurinn hafi glatað stuðningi milli ára vegna þess að í fyrstu hafi barátta flokksins snúið fyrst og fremst um sjálfstæði Skota, en síðar hafi flokkurinn einblínt á önnur málefni, sem kann að hafa fælt ákveðna kjósendur frá. Flokkurinn náði sögulegum árangri kosningarnar 2015 einkum vegna þess að enginn annar flokkur var eins áberandi eða afgerandi í stuðningi sínum við sjálfstæði Skota. Árið 2017 fór það svo að Íhaldsflokkurinn hlaut 28,6% atkvæðanna í Skotlandi og tryggði sér 13 þingsæti. Breska efnahagslífið Halli ríkisfjármálanna nemur nú ríflega einu prósenti af vergri landsframleiðslu og heildarskuldir ríkisins nema um 85% af landsframleiðslunni. Fyrir um áratug síðan var halli ríkisfjármála um 10% af landsframleiðslu og námu skuldir um 60-70% landsframleiðslu. Skuldir hafa því aukist á tímabilinu, samhliða því sem dregið hefur halla ríkisfjármálanna. Nefna má að um 5% útgjalda ríkissjóðs fari í vaxtagreiðslur vegna skuldanna. Eftir því sem langtímavextir hafa lækkað á undanförnu hefur hvatinn til lántöku einnig aukist. Í ljósi reynslunnar er ekki útlit fyrir að skuldahlutfallið lækki mjög mikið á næstu árum, þó að líklegra sé að skuldahlutfall lækki fremur en hækki. Þá hefur umræða skapast um nauðsyn þess að auka fjárfestingar ríkisins í ljósi þess hve hagkerfið hefur kólnað mikið og í kjölfarþeirra efnahagslegu áhrifa sem útganga frá Evrópusambandinu kann að hafa í för með sér. Hagvöxtur hefur mælst á bilinu 1-2% frá árinu 2017 og var um 1% árið 2019, en þar af hefur aðallega dregið úr einkaneyslu á meðan fjárfestingar ríkisins hafa aukist til að vega á móti. Þá hefur dregið úr fjárfestingum í bresku atvinnulífi og á húsnæðismarkaði, einkum vegna óvissunnar um útgönguna frá Evrópusambandinu. Hver býður betur? Þrátt fyrir umræðan um bresk stjórnmál hafi að langmestu leyti litast af fyrirhugaðri útgöngu frá Evrópusambandinu, þá hafa aðrir málaflokkar einnig hlotið töluverða athygli, ekki síst nú í aðdraganda kosninganna. Þar ber helst að nefna heilbrigðis- og efnahagsmál. Nú nema útgjöld breska ríkisins um 40-41% af vergri landsframleiðslu, en meðaltal OECD-ríkjanna er um 44%.Allir flokkar hafa boðað aukin útgjöld með einum eða öðrum hætti, þó að mikill munur sé á loforðum flokkanna. Verkmannaflokkurinn hefur boðað mikinn útgjaldavöxt, eða því sem nemur allt að 83 milljörðum punda, sem þýddi að útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu yrði um 45%. Samkvæmt stefnuskrá flokksins verður tekna aflað með því að hækka fjármagnstekjuskatt, með hærri álögum á fyrirtæki, með sérstökum álögum á olíufyrirtæki, með hærri erfðafjárskatti og með hærri hátekjuskatti. Meðal útgjaldaloforða má nefna stóraukin framlög til heilbrigðismála, niðurfellingu námslána og aukið fjármagn til að tryggja kolefnishlutleysi Bretlands. Leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, Boris Johnson, hefur að ákveðnu leyti fjarlægt sig frá ráðandi hugmyndafræði Íhaldsflokksins, en hann hefur nýlega gagnrýnt fyrirrennara sína fyrir of harða niðurskurðarstefnu og talið hana hafa stuðlað að ýmsum félagsvandamálum sem breska þjóðin glímir við í dag. Flokkurinn ætlar að auka fjárframlög eitthvað, en þó ekki mikið, þar sem aukin fjárframlög færu aðallega til heilbrigðismála. Íhaldsflokkurinn hefur áform um að fresta fyrirhugaðri lækkun fyrirtækjaskatts, en að öðru leyti yrði litlar breytingar gerðar á skattkerfinu. Frjálslyndir demókratar hafa lofað auknum fjárframlögum en vilja fjármagna það að mestu leyti með því að hætta við útgöngu Bretlands frá Evrópusambandinu. Þetta hefur þótt umdeilt meðal kjósenda, en margir telja það að atlögu að lýðræðislegri ákvörðun þjóðarinnar frá árinu 2016, svo fyrir vikið hefur dregið úr stuðningi við flokkinn frá því að hann sagðist ætla koma í veg fyrir útgönguna, kæmist hann til valda. Að öðru leyti hefur flokkurinn boðað hærri umhverfisskatta, sem og metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum, hærri fyrirtækjaskatt og hækkun tekjuskatts til að fjármagna aukin framlög til heilbrigðismála, menntamála og annarra málaflokka. Óvissa með framtíð breskra stjórnmála Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Fylgisbreytingarnar hafa verið töluverðar og ekki er skrifað í skýin að Íhaldsflokkurinn geti myndað einfaldan meirihluta, þrátt fyrir að mælast langstærstur flokka. Það eru margir óvissuþættir sem ber að hafa í huga. Ekki er enn vitað hvort að Íhaldsflokknum muni takast að fullu leyti að sameina þá kjósendur sem gjarnan vildu að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið sem fyrst, þó margt bendi raunar til að flokknum muni takast það, en á sama tíma hefur Verkamannaflokknum tekist að auka verulega við fylgi sitt. Að sama skapi er óvissa með þá smærri flokka sem bjóða fram í Wales, Norður-Írlandi og Skotlandi en þeir gætu allt eins orsakað fylgisdreifingu sem kæmi Íhaldsflokknum illa, en slík fylgisdreifing gæti allt eins komið Verkamannaflokknum illa, svo sem í þeim kjördæmum þar sem flokkurinn hefur að jafnaði þótt sterkastur. Það er auðvitað ekkert útilokað að á næsta ári verði aftur kosið, en eins og Bretinn segir: „Keep calm and carry on“. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Kosningar í Bretlandi Rómur Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 12. desember ganga Bretar til kosninga. Verður þetta í fimmta sinn á rúmlega fimm árum sem breska þjóðin kýs. Síðast var kosið til breska þjóðþingsins árið 2017, eða ári eftir að breska þjóðin samþykkti útgöngu úr Evrópusambandinu. Til viðbótar má nefna aðrar þingkosningar og einnig nýlegar kosningar til Evrópuþings. Kosningaþreyta er eðlilegur fylgifiskur svo tíðra kosninga, en fátt bendir til þess að kosningaþátttakan verði dræmari að þessu sinni. Ef marka má fjölda nýskráðra kjósenda gæti kjörsókn jafnvel aukist í þessum kosningum, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Líklegt er að kosningaþreyta, vetrarkuldinn og tímasetning kosninganna verði til þess að draga úr þátttöku, en að sama skapi er líklegt að mikilvægi kosninganna og skautun stjórnmálanna (e. political polarization) ýti við kjósendum og komi þeim á kjörstaði. Raunar hefur kosningaþátttaka á Bretlandseyjum aukist jafnt og þétt frá árinu 2001, en hún var 59,4% árið 2001 en 68,7% árið 2017, sem er þó ívið minna en þátttakan frá síðari heimsstyrjöld og fram að aldamótum þegar hún var á bilinu 70-80%. Fjölflokkakerfi, eða hvað? Að öllu jöfnu eru breskar þingkosningar á fimm ára fresti, en vegna óstöðugleikans, sem einkennt hefur landslag breskra stjórnmála, virðist það undantekning fremur en regla. Í þingkosningunum verður kosið um 650 þingsæti í neðri deild þingsins. Þingmenn frá Englandi eru 533 talsins, þingmenn frá Skotlandi eru 59 talsins, þingmenn frá Wales 40 talsins og þá eru þingmenn frá Norður-Írlandi 18 talsins. Sætafjöldi flokka á þingi er sjaldan í algjöru samræmi við fylgi flokkanna, þar sem þingmenn 650 einmenningskjördæma eru kjörnir með einfaldri meirihlutakosningu, sem kann að hljóma sem öfugmæli en það merkir að sá sigrar sem hlýtur flest atkvæði, þó hann hafi ekki endilega meirihluta atkvæðanna á bak við sig. Breska kosningakerfið er merkilegt fyrir þær sakir að það er fjölflokkakerfi, en skilar þó sjaldan samsteypustjórnum og á þann hátt líkist það tvíflokkakerfi. Eingöngu einu sinni frá síðari heimsstyrjöld hefur breska ríkisstjórnin verið samsteypustjórn tveggja flokka, eða árið 2010 þegar miklar fylgisbreytingar urðu í kjölfar efnahagskreppunnar. Skautun stjórnmála virðist spila stærri þátt í kosningakerfum þar sem einmenningskjördæmi eru að finna, en það kann að skýra hvers vegna breskir kjósendur hafa tilhneigingu til að kjósa ýmist Íhaldsflokkinn eða Verkamannaflokkinn, en sjaldnar smærri flokka sem standa þeim til boða. Flokkaflóran í Bretlandi Fylgisbreytingar hafa verið miklar en þó hefur forysta Íhaldsflokksins verið áberandi um hríð og bendir allt til að Boris Johnson verði áfram forsætisráðherra Bretlands. Íhaldsflokkurinn hefur haldið völdum frá árinu 2010, en á því tímabili hafa þrír forsætisráðherrar stýrt bresku þjóðarskútunni. Fyrst David Cameron frá árinu 2010 til ársins 2015, síðar Theresa May frá 2015 til 2017 og loks Boris Johnson sem gegnir embættinu í dag. Frá því í júní 2019 hefur flokkurinn jafnt og þétt aukið fylgið sitt, en það var þá um 22% og mælist nú í byrjun desember með 44% fylgi. Sveiflur af þessu tagi hafa ekki verið algengar, en flokkurinn náði þó botninum þetta sumarið þegar Brexit-flokkurinn svonefndi hóf að sækja á sömu mið fyrir Evrópuþingkosningarnar í júlímánuði. Að öðru leyti hefur Íhaldsflokkurinn mælst með um og yfir 40% fylgi frá því í ágúst árið 2016, eða skömmu eftir kosningarnar um útgöngu frá Evrópusambandinu, en mælingar flokksins náðu þó hámarki þegar hann mældist með hátt í 47% fylgi sumarið 2017. Þá má nefna að flokkurinn mælist nú með 63% fylgi meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri. Flokkurinn hlaut 330 þingsæti árið 2015, en 318 þingsæti árið 2017. Nú hefur flokkurinn 298 þingmenn eftir miklar sviptingar, en nokkrum þingmönnum var vikið úr flokknum og enn aðrir yfirgáfu hann. Þar af má nefna níu þingmenn sem yfirgáfu Íhaldsflokkinn og ákváðu að ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Verkamannaflokkurinn er nú næst stærsti flokkur breskra stjórnmála. Hann var leiddi síðast ríkisstjórn undir forystu Tony Blair og síðar Gordon Brown á árabilinu 1997-2010. Frá árinu 2010 hefur flokkurinn verið stærstur í stjórnarandstöðu og veitt Íhaldsflokknum aðhald. Fylgi Verkamannaflokksins hefur þó tekið miklum breytingum frá síðustu tveimur þingkosningum. Eftir þingkosningarnar í maí 2015 mældist fylgi flokksins um og yfir 30% og þótti staða þeirra ágæt þar til fylgið hóf að lækka í ágúst 2016 og náði lægstu lægð í mars árið 2017 þegar það mældist ekki nema 26%. Í lok apríl tók fylgið við sér og í júlímánuði sama ár mældist flokkurinn stærstur með 43% fylgi. Fylgið tók miklum breytingum og hóf að lækka á ný í ársbyrjun 2019. Það náði lágmarki um sumarið þegar Evrópuþingkosningarnar stóðu yfir, en flokkurinn mældist þá með um 25% fylgi. Það hóf fyrst að taka við sér í lok október og mælist nú um 34%. Þá má nefna að flokkurinn mælist nú með 50% fylgi meðal þeirra sem eru á aldursbilinu 18-34 ára. Í þingkosningunum 2015 hlaut flokkurinn 232 þingsæti og árið 2017 hlaut hann 262 þingmenn kjörna. Frá kosningunum árið 1992 hafa Frjálslyndir demókratar verið þriðja stærsta aflið í breskum stjórnmálum, en flokkurinn var stofnaður árið 1988 eftir sameiningu Frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Frá stofnun hefur flokkurinn hlotið um 15-20% heildaratkvæða í hverjum kosningum, að síðustu kosningum undanskildum. Flokkurinn náði sínum besta árangri þingkosningarnar árið 2010 þegar hann hlaut 23% atkvæðanna og 57 þingsæti. Flokkurinn myndaði þá samsteypustjórn með Íhaldsflokknum, en það átti eftir að reynast flokknum dýrkeypt, þar sem hann hlaut eingöngu 7,9% atkvæða og 8 þingsæti kosningarnar árið 2015. Þingkosningarnar árið 2017 hlaut flokkurinn ekki nema 7,4% atkvæðanna, en hlaut þó 12 þingsæti. Nú mælist flokkurinn eingöngu með um 13% fylgi. Viðhorf breskra kjósenda virðist fremur neikvætt í garð Frjálslyndra demókrata, ekki síst viðhorf þeirra sem kusu flokkinn árið 2010 og sögðu síðar skilið við hann. Flokkurinn hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þátt sinn í niðurskurðarstefnu breskra yfirvalda, en einnig hefur flokkurinn glatað stuðningi háskólafólks eftir að áðurnefnd samsteypustjórn flokksins þrefaldaði skólagjöld við breska háskóla, þvert á áherslur og loforð flokksins í kosningabaráttu sinni. Skoski þjóðarflokkurinn er fjórða stærsta aflið í breskum stjórnmálum. Flokkurinn hlaut 3% greiddra atkvæða á Bretlandseyjum og 35 þingsæti í síðustu þingkosningum, en árið 2015 hlaut flokkurinn 4,7% atkvæðanna og 56 þingsæti. Árið 2015 hlaut hann helming greiddra atkvæða í Skotlandi og árið 2017 hlaut flokkurinn 36,9% greiddra atkvæða. Flokkurinn býður eingöngu fram í Skotlandi og þar eru færri kjósendur til að berjast um, en þó nokkur þingsæti sem standa flokkunum þar til boða. Leiðtogi flokksins er Nicola Sturgeon, sem er jafnframt leiðtogi skosku heimastjórnarinnar. Talið er að flokkurinn hafi glatað stuðningi milli ára vegna þess að í fyrstu hafi barátta flokksins snúið fyrst og fremst um sjálfstæði Skota, en síðar hafi flokkurinn einblínt á önnur málefni, sem kann að hafa fælt ákveðna kjósendur frá. Flokkurinn náði sögulegum árangri kosningarnar 2015 einkum vegna þess að enginn annar flokkur var eins áberandi eða afgerandi í stuðningi sínum við sjálfstæði Skota. Árið 2017 fór það svo að Íhaldsflokkurinn hlaut 28,6% atkvæðanna í Skotlandi og tryggði sér 13 þingsæti. Breska efnahagslífið Halli ríkisfjármálanna nemur nú ríflega einu prósenti af vergri landsframleiðslu og heildarskuldir ríkisins nema um 85% af landsframleiðslunni. Fyrir um áratug síðan var halli ríkisfjármála um 10% af landsframleiðslu og námu skuldir um 60-70% landsframleiðslu. Skuldir hafa því aukist á tímabilinu, samhliða því sem dregið hefur halla ríkisfjármálanna. Nefna má að um 5% útgjalda ríkissjóðs fari í vaxtagreiðslur vegna skuldanna. Eftir því sem langtímavextir hafa lækkað á undanförnu hefur hvatinn til lántöku einnig aukist. Í ljósi reynslunnar er ekki útlit fyrir að skuldahlutfallið lækki mjög mikið á næstu árum, þó að líklegra sé að skuldahlutfall lækki fremur en hækki. Þá hefur umræða skapast um nauðsyn þess að auka fjárfestingar ríkisins í ljósi þess hve hagkerfið hefur kólnað mikið og í kjölfarþeirra efnahagslegu áhrifa sem útganga frá Evrópusambandinu kann að hafa í för með sér. Hagvöxtur hefur mælst á bilinu 1-2% frá árinu 2017 og var um 1% árið 2019, en þar af hefur aðallega dregið úr einkaneyslu á meðan fjárfestingar ríkisins hafa aukist til að vega á móti. Þá hefur dregið úr fjárfestingum í bresku atvinnulífi og á húsnæðismarkaði, einkum vegna óvissunnar um útgönguna frá Evrópusambandinu. Hver býður betur? Þrátt fyrir umræðan um bresk stjórnmál hafi að langmestu leyti litast af fyrirhugaðri útgöngu frá Evrópusambandinu, þá hafa aðrir málaflokkar einnig hlotið töluverða athygli, ekki síst nú í aðdraganda kosninganna. Þar ber helst að nefna heilbrigðis- og efnahagsmál. Nú nema útgjöld breska ríkisins um 40-41% af vergri landsframleiðslu, en meðaltal OECD-ríkjanna er um 44%.Allir flokkar hafa boðað aukin útgjöld með einum eða öðrum hætti, þó að mikill munur sé á loforðum flokkanna. Verkmannaflokkurinn hefur boðað mikinn útgjaldavöxt, eða því sem nemur allt að 83 milljörðum punda, sem þýddi að útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu yrði um 45%. Samkvæmt stefnuskrá flokksins verður tekna aflað með því að hækka fjármagnstekjuskatt, með hærri álögum á fyrirtæki, með sérstökum álögum á olíufyrirtæki, með hærri erfðafjárskatti og með hærri hátekjuskatti. Meðal útgjaldaloforða má nefna stóraukin framlög til heilbrigðismála, niðurfellingu námslána og aukið fjármagn til að tryggja kolefnishlutleysi Bretlands. Leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, Boris Johnson, hefur að ákveðnu leyti fjarlægt sig frá ráðandi hugmyndafræði Íhaldsflokksins, en hann hefur nýlega gagnrýnt fyrirrennara sína fyrir of harða niðurskurðarstefnu og talið hana hafa stuðlað að ýmsum félagsvandamálum sem breska þjóðin glímir við í dag. Flokkurinn ætlar að auka fjárframlög eitthvað, en þó ekki mikið, þar sem aukin fjárframlög færu aðallega til heilbrigðismála. Íhaldsflokkurinn hefur áform um að fresta fyrirhugaðri lækkun fyrirtækjaskatts, en að öðru leyti yrði litlar breytingar gerðar á skattkerfinu. Frjálslyndir demókratar hafa lofað auknum fjárframlögum en vilja fjármagna það að mestu leyti með því að hætta við útgöngu Bretlands frá Evrópusambandinu. Þetta hefur þótt umdeilt meðal kjósenda, en margir telja það að atlögu að lýðræðislegri ákvörðun þjóðarinnar frá árinu 2016, svo fyrir vikið hefur dregið úr stuðningi við flokkinn frá því að hann sagðist ætla koma í veg fyrir útgönguna, kæmist hann til valda. Að öðru leyti hefur flokkurinn boðað hærri umhverfisskatta, sem og metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum, hærri fyrirtækjaskatt og hækkun tekjuskatts til að fjármagna aukin framlög til heilbrigðismála, menntamála og annarra málaflokka. Óvissa með framtíð breskra stjórnmála Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Fylgisbreytingarnar hafa verið töluverðar og ekki er skrifað í skýin að Íhaldsflokkurinn geti myndað einfaldan meirihluta, þrátt fyrir að mælast langstærstur flokka. Það eru margir óvissuþættir sem ber að hafa í huga. Ekki er enn vitað hvort að Íhaldsflokknum muni takast að fullu leyti að sameina þá kjósendur sem gjarnan vildu að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið sem fyrst, þó margt bendi raunar til að flokknum muni takast það, en á sama tíma hefur Verkamannaflokknum tekist að auka verulega við fylgi sitt. Að sama skapi er óvissa með þá smærri flokka sem bjóða fram í Wales, Norður-Írlandi og Skotlandi en þeir gætu allt eins orsakað fylgisdreifingu sem kæmi Íhaldsflokknum illa, en slík fylgisdreifing gæti allt eins komið Verkamannaflokknum illa, svo sem í þeim kjördæmum þar sem flokkurinn hefur að jafnaði þótt sterkastur. Það er auðvitað ekkert útilokað að á næsta ári verði aftur kosið, en eins og Bretinn segir: „Keep calm and carry on“. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar