Fjárlög næsta árs á einni mínútu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:45 Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Bryndís Haraldsdóttir Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun