„Fótboltinn er hreinlega að sjúga úr mér lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 09:30 Jonjo Shelvey sér flaggið en ákveður samt að setja boltann í markið. Getty/Alex Livesey Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder. Enski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder.
Enski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira