Birmingham sigraði Peterborough United, 1-2, á útivelli í gær. Sigurinn tryggði liðinu sæti í B-deildinni. Willum Þór Willumsson lék allan leikinn fyrir Birmingham en Alfons Sampsted fyrsta klukkutímann.
Brady á hlut í Birmingham og var að sjálfsögðu ánægður í gærkvöldi. Og hann óskaði sínum mönnum til hamingju á Instagram.
„Stoltur af ykkur, strákar! Áfram svona Bláir! Höldum áfram!!!“ skrifaði alsæll Brady.

Brady eignaðist 3,3 prósent hlut í Birmingham í ágúst 2023. Liðið féll úr ensku B-deildinni síðasta vor en vann sér strax aftur sæti í henni.
Willum kom til Birmingham frá Go Ahead Eagles fyrir tímabilið. Hann hefur leikið 35 deildarleiki í vetur, skorað fimm mörk og lagt upp fimm. Alfons, sem kom frá Twente, hefur leikið sextán deildarleiki á tímabilinu.