Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, ræðir við fyrirliðann Bruno Fernandes í leikmannagöngunum á Old Trafford. Getty/Jan Kruger Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir það út í hött að halda því fram að liðið hans geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð. Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira