Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu! Katrín Oddsdóttir skrifar 6. desember 2019 12:00 Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar