Samherji bara sjúkdómseinkenni Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 6. desember 2019 16:30 Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun