Flugslysið í Hafnarfjarðarhrauni 2015: Ofris, spuni og lítil flughæð líklegasta orsökin Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 10:17 Frá vettvangi björgunaraðgerða 12. nóvember 2015. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03
Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19