Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra. Fréttablaðið/ernir Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira