Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Jón Þórisson skrifar 25. nóvember 2019 07:15 Ljósmyndarar fylgja drottningunni hvert sem hún fer í daglegum verkefnum sínum. Nordicphotos/Getty Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00