Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Jón Þórisson skrifar 25. nóvember 2019 07:15 Ljósmyndarar fylgja drottningunni hvert sem hún fer í daglegum verkefnum sínum. Nordicphotos/Getty Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00