Myndið nýja ríkisstjórn og breytið kvótakerfinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 27. nóvember 2019 10:00 Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun