Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Lánafyrirtæki auglýsa í tilefni svarts föstudags. Fréttablaðið/Vilhelm Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira