Þetta var sjöundi leikurinn í öllum keppnum sem Arsenal vinnur ekki. Þeir hafa gert jafntefli í fjórum þeirra og tapað þremur en þetta er versta gengi liðsins síðan 1992.
Unai Emery, sem tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan, er undir mikilli pressu en forveri hans í starfi, Arsene Wenger, fór aldrei í gegnum sjö leiki án þess að vinna ekki í sjö leikjum í röð.
Arsenal have failed to win any of their last seven games in all competitions; their worst run since February 1992.
— Squawka Football (@Squawka) November 28, 2019
Ouch. pic.twitter.com/0lpe4rIopL
Sky Sports fréttastofan greinir svo frá því nú í morgun að forráðamenn félagsins munu hittast á fundi í dag og ræða framtíð Spánverjans sem hefur ekki náð að heilla stuðningsmenn Arsenal.
Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger sumarið 2018 eftir að hafa þjálfað bæði hjá Sevilla og PSG þar sem hann gerði fína hluti, sér í lagi hjá Sevilla.
Arsenal er í 8. sæti deildarinnar með átján stig en einungis fjóra sigra í þrettán leikjum.
"I think there's a manager in waiting..." @sjsidwell believes Arsenal may already have their eyes on a replacement for Unai Emery following their winless run of matches - who do you think they should bring in?
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2019
Join #TheDebate live on Sky Sports PL now! pic.twitter.com/qVXFMTz4Ev