Aurum selur skart í House of Fraser Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. nóvember 2019 08:45 Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, hönnuður Aurum, og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Breska stórverslunin House of Fraser hefur tekið til sölu skartgripamerkið Aurum en Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er hönnuður fyrirtækisins. Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum og eiginmaður Guðbjargar, segir að skartgripirnir séu til sölu í fimm stórverslunum House of Fraser af 42. Aurum, sem rekur skartgripaverslun í Bankastræti, hefur verið starfrækt í 20 ár. Markhópurinn er konur á öllum aldri sem kunna að meta fallega hönnun. „Fyrir fimm árum fórum við að reyna fyrir okkur með sölu í Bretlandi. Við höfum sótt sýningar, þessi vinna er kostnaðarsöm og krefst úthalds. Starfsmenn House of Fraser litu til okkar á sýningu í febrúar síðastliðnum og sendu tölvupóst í mars um að þeir vildu fá skartgripamerkið okkar í sölu í verslunum sínum. Við hittum þau í tvígang og eftir fram og til baka með tímasetningar opnuðum við í fimm verslunum hinn 26. september, sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagur Guðbjargar. Þau vildu að við myndum byrja fyrr en þessi tímasetning varð fyrir valinu, því við vildum undirbúa opnanirnar vel,“ segir Karl.Góð samningsstaða Að hans sögn var Aurum í góðri samningsstöðu gagnvart House of Fraser því starfsmenn fyrirtækisins hafi leitað til Aurum að fyrra bragði. „Stjórnendur House of Fraser vilja að við opnum í fleiri verslunum en við töldum rétt að stíga varlega til jarðar. Það þarf að sýna skynsemi enda fylgir því mikil fjárbinding að fylla verslanir af skartgripum. Við munum sjá hvernig salan gengur og færa þá næstu tvær opnanir fram yfir áramót, líklega í febrúar, mars. Það sem gerist einnig þegar merkinu þínu er stillt upp í jafn stórri verslun og House of Fraser er að vörumerkjavitundin (e. brand awareness) eykst og merkið verður mun sýnilegra. Þetta mun eflaust valda aukningu hjá verslun okkar á netinu og einnig að aðrar verslanir sem eru að kaupa inn skart munu taka enn frekar eftir Aurum-skartgripamerkinu,“ segir Karl. Að hans sögn hefur Aurum selt til um 60 verslana erlendis, langflestar þeirra séu í Bretlandi. „Sumar þeirra eiga í stöðugum viðskiptum við okkur, aðrar hafa tekið pásu og byrjað aftur og enn aðrar keypt einungis einu sinni af okkur. Þær verslanir sem hafa tekið pásu frá að kaupa af okkur má líta á sem part af heildarviðskiptunum, en þær verslanir vita af okkur og við af þeim, en það er þá auðveldara að endurvekja þau viðskipti en opna ný,“ segir hann.HoF gerir ríkari kröfur Karl segir segir að rekstur Aurum hafi verið sniðinn að því að mæta auknum kröfum sem erlendar verslanir geri alla jafna. „Þegar selt er í Bretlandi þarf að tryggja að allt sem sagt er standi eins og stafur á bók. House of Fraser gerir enn ríkari kröfur en margar aðrar verslanir. Við erum reiðubúin að mæta þeim bæði hvað varðar framleiðslu, dreifingu og allt markaðsefni sem var óskað eftir. Til að mynda þurftum við að skila frá okkur 20 blaðsíðna biblíu þar sem öll smáatriði eru skilgreind,“ segir hann. Í nóvember verður verslunin í Bankastræti stækkuð, haldið verður upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins og samhliða verður kynnt sérstök afmælisskartgripalína sem ber nafnið Erika. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Breska stórverslunin House of Fraser hefur tekið til sölu skartgripamerkið Aurum en Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er hönnuður fyrirtækisins. Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum og eiginmaður Guðbjargar, segir að skartgripirnir séu til sölu í fimm stórverslunum House of Fraser af 42. Aurum, sem rekur skartgripaverslun í Bankastræti, hefur verið starfrækt í 20 ár. Markhópurinn er konur á öllum aldri sem kunna að meta fallega hönnun. „Fyrir fimm árum fórum við að reyna fyrir okkur með sölu í Bretlandi. Við höfum sótt sýningar, þessi vinna er kostnaðarsöm og krefst úthalds. Starfsmenn House of Fraser litu til okkar á sýningu í febrúar síðastliðnum og sendu tölvupóst í mars um að þeir vildu fá skartgripamerkið okkar í sölu í verslunum sínum. Við hittum þau í tvígang og eftir fram og til baka með tímasetningar opnuðum við í fimm verslunum hinn 26. september, sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagur Guðbjargar. Þau vildu að við myndum byrja fyrr en þessi tímasetning varð fyrir valinu, því við vildum undirbúa opnanirnar vel,“ segir Karl.Góð samningsstaða Að hans sögn var Aurum í góðri samningsstöðu gagnvart House of Fraser því starfsmenn fyrirtækisins hafi leitað til Aurum að fyrra bragði. „Stjórnendur House of Fraser vilja að við opnum í fleiri verslunum en við töldum rétt að stíga varlega til jarðar. Það þarf að sýna skynsemi enda fylgir því mikil fjárbinding að fylla verslanir af skartgripum. Við munum sjá hvernig salan gengur og færa þá næstu tvær opnanir fram yfir áramót, líklega í febrúar, mars. Það sem gerist einnig þegar merkinu þínu er stillt upp í jafn stórri verslun og House of Fraser er að vörumerkjavitundin (e. brand awareness) eykst og merkið verður mun sýnilegra. Þetta mun eflaust valda aukningu hjá verslun okkar á netinu og einnig að aðrar verslanir sem eru að kaupa inn skart munu taka enn frekar eftir Aurum-skartgripamerkinu,“ segir Karl. Að hans sögn hefur Aurum selt til um 60 verslana erlendis, langflestar þeirra séu í Bretlandi. „Sumar þeirra eiga í stöðugum viðskiptum við okkur, aðrar hafa tekið pásu og byrjað aftur og enn aðrar keypt einungis einu sinni af okkur. Þær verslanir sem hafa tekið pásu frá að kaupa af okkur má líta á sem part af heildarviðskiptunum, en þær verslanir vita af okkur og við af þeim, en það er þá auðveldara að endurvekja þau viðskipti en opna ný,“ segir hann.HoF gerir ríkari kröfur Karl segir segir að rekstur Aurum hafi verið sniðinn að því að mæta auknum kröfum sem erlendar verslanir geri alla jafna. „Þegar selt er í Bretlandi þarf að tryggja að allt sem sagt er standi eins og stafur á bók. House of Fraser gerir enn ríkari kröfur en margar aðrar verslanir. Við erum reiðubúin að mæta þeim bæði hvað varðar framleiðslu, dreifingu og allt markaðsefni sem var óskað eftir. Til að mynda þurftum við að skila frá okkur 20 blaðsíðna biblíu þar sem öll smáatriði eru skilgreind,“ segir hann. Í nóvember verður verslunin í Bankastræti stækkuð, haldið verður upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins og samhliða verður kynnt sérstök afmælisskartgripalína sem ber nafnið Erika.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira