Finnar á EM í fyrsta sinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 19:15 Finnar skrifuðu spjöld sögunnar í kvöld vísir/getty Finnar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með þægilegum sigri á Liecthenstein á heimavelli í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnar komast inn á stórmót. Jasse Tuominen kom Finnum yfir gegn lærisveinum Helga Kolviðssonar í fyrri hálfeik og bætti Teemu Pukki tveimur mörkum við. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Finna. Finnar verða því meðal þátttökuþjóða á Evrópumeistaramótinu, í fyrsta skipti eftir 32 undankeppnir fyrir EM og HM án árangurs.#Finland is not just a hockey nation, but soccer nation too!Congratulations to @Huuhkajat for making history today by qualifying to compete at #EURO2020 finals for the first time ever! #WorldsHappiestCountry@UEFAEUROhttps://t.co/Bm7M56IXif — Embassy of Finland US (@FinnEmbassyDC) November 15, 2019 Mikil fögnuður braust eðlilega út í Finnlandi í leikslok, en mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á götum Helsinki að horfa á leikinn. Finnar eru komnir með 18 stig í öðru sæti J riðils, þeir geta ekki náð Ítölum á toppi riðilsins en Grikkir geta ekki lengur náð Finnum, Grikkir eru með 11 stig í níunda sæti. EM 2020 í fótbolta Finnland
Finnar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með þægilegum sigri á Liecthenstein á heimavelli í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnar komast inn á stórmót. Jasse Tuominen kom Finnum yfir gegn lærisveinum Helga Kolviðssonar í fyrri hálfeik og bætti Teemu Pukki tveimur mörkum við. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Finna. Finnar verða því meðal þátttökuþjóða á Evrópumeistaramótinu, í fyrsta skipti eftir 32 undankeppnir fyrir EM og HM án árangurs.#Finland is not just a hockey nation, but soccer nation too!Congratulations to @Huuhkajat for making history today by qualifying to compete at #EURO2020 finals for the first time ever! #WorldsHappiestCountry@UEFAEUROhttps://t.co/Bm7M56IXif — Embassy of Finland US (@FinnEmbassyDC) November 15, 2019 Mikil fögnuður braust eðlilega út í Finnlandi í leikslok, en mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á götum Helsinki að horfa á leikinn. Finnar eru komnir með 18 stig í öðru sæti J riðils, þeir geta ekki náð Ítölum á toppi riðilsins en Grikkir geta ekki lengur náð Finnum, Grikkir eru með 11 stig í níunda sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti